Enski boltinn

Kær­komin þróun hafi átt sér stað með inn­komu Arnórs

Aron Guðmundsson skrifar
Arnór fagnar marki sínu með Blackburn Rovers í gær.
Arnór fagnar marki sínu með Blackburn Rovers í gær. Vísir/Getty

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Arnór Sigurðs­son, er að fara ansi hreint vel af stað í sínum fyrstu keppnis­leikjum með enska B-deildar liðinu Black­burn Rovers. Þjálfari liðsins, Jon Dahl Tomas­son, er afar á­nægður með inn­komu Arnórs í liðið en vill þó fara var­lega af stað með hann.

Arnór hefur undan­farna mánuði verið að glíma við meiðsli í nára sem hafa haldið honum frá keppni með Black­burn í upp­hafi tíma­bils.

Skaga­maðurinn sneri þó aftur inn á völlinn og spilaði sinn fyrsta keppnis­leik fyrir Black­burn gegn Ipswich um ný­liðna helgi í ensku B-deildinni og nú aftur í gær í enska deildar­bikarnum gegn Car­diff City.

„Hann er gáfaður fót­bolta­maður sem hefur verið meiddur og vill sýna hvað í sig er spunnið. Það er það sem við viljum sjá frá honum en við verðum að fara vel með hann í leiðinni,“ sagði Tomas­son eftir 4-2 sigur Black­burn Rovers á Car­diff í gær.

Arnór er búinn að skora tvö mörk í þessum tveimur leikjum með Black­burn. Ansi hreint góð byrjun.

„Hann er ekki enn kominn á fullt skrið. Ég tók hann út af í hálf­leik gegn Ipswich á dögunum og núna spilaði hann 58 mínútur. Það var al­gjör­lega há­markið sem hann gat skilað af sér í þessum leik en vonandi verður hann í lagi í kjöl­farið og getur svo byggt ofan á það.

Tomas­son er virki­lega á­nægður með marka­skorun Arnórs.

„Í upp­hafi tíma­bils höfum við séð allt of mikið af góðum færum fara í súginn hjá okkur. Þessi þróun er því ó­trú­lega já­kvæð. Á hinn bóginn viljum við fara var­lega í sakirnar með Arnór, leyfa honum að koma sér al­menni­lega fyrir. Veita honum tíma og ráð­rúm. Hjá okkur er hann að koma inn í nýtt um­hverfi. Nýja menningu. En hann er að að­lagast vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×