Hafþór lést þann 27. ágúst eftir skammvinn veikindi að því er fram kemur í dánartilkynningu á samfélagsmiðlum. Vinir og ættingjar minnast hans á Facebook sem hjartahlýs manns, yndislegs föður og trausts vinar. Útför hans fór fram frá Lindarkirkju í Kópavogi í gær.
Hafþór Logi var einn sakborninga í Bitcoin-málinu svokallaða sem vakti heimsathygli. Hann hlaut átta mánaða dóm fyrir aðild sína að málinu árið 2021. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið og kom fram að Sigurjón Sighvatsson framleiðandi væri með heimildarmynd í pípunum.
Hafþór var vinsæll á Instagram þar sem rúmlega 42 þúsund manns fylgdu honum.