Börnin virðist ekki vita hvað „grænmetisæta“ þýðir Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2023 20:35 Gréta Jakobsdóttir er lektor í menntavísindum við Háskóla Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Tuttugu prósent nemenda í sjötta bekk grunnskóla segjast vera grænmetisætur. Einungis lítill hluti þeirra borðar í raun og veru ekkert kjöt og virðast ungmenni almennt ekki þekkja skilgreiningar þess að vera grænmetisæta. Niðurstöður könnunar um matarumhverfi grunnskólabarna verður kynnt á Menntakviku Háskóla Íslands á morgun. Tóku tæplega tvö þúsund börn þátt í könnuninni sem beint var til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um tuttugu prósent barna í sjötta bekk segjast vera grænmetisætur. Fer þeim fjölda fækkandi er börnin eldast og segjast þrettán prósent nemenda í áttunda bekk vera grænmetisætur. Fer talan svo niður í tíu prósent í tíunda bekk. Í könnuninni voru nemendur einnig spurðir hversu oft þeir borðuðu kjöt í viku. Þó nokkur fjöldi þeirra sem segjast vera grænmetisætur borðar kjöt nokkrum sinnum í viku. Því virðist vera að börn í grunnskóla séu með mismunandi skilgreiningu á því hvað sé að vera grænmetisæta. Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem sá um rannsóknina segir það til að mynda ekki standast skoðun að fimmtungur sjöttu bekkinga séu grænmetisætur. „Þá getum maður spurt, eru börn í 6. bekk, vita þau hvað þetta orð þýðir. Það sem maður getur kannski túlkað að ég borða grænmeti, en ég borða rosalega margt annað líka. Grænmetisæta getur þýtt rosalega mismunandi fyrir fólk. Er það að ég borða ekki kjöt, ég borða ekki fisk. Kannski er það pínu loðið fyrir suma hvað það þýðir,“ segir Gréta. Flestir telja að sá sem aldrei borðar kjöt eða fisk sé grænmætisæta. Gæti verið að þeir sem fá sér kjöt örfáum sinnum vilji flokka sig sem grænmetisætur. „Þess vegna verður maður að fara hóflega í að túlka niðurstöðurnar rosalega hart. Velta því frekar fyrir sér hvernig börnin túlka spurningar í spurningalistum og hvernig þau túlka orðin,“ segir Gréta. Þannig þetta þýðir ekkert endilega að fimmtungur barna í sjötta bekk séu grænmetisætur? „Nei, kannski frekar bara að þau borði grænmeti,“ segir Gréta. Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Niðurstöður könnunar um matarumhverfi grunnskólabarna verður kynnt á Menntakviku Háskóla Íslands á morgun. Tóku tæplega tvö þúsund börn þátt í könnuninni sem beint var til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um tuttugu prósent barna í sjötta bekk segjast vera grænmetisætur. Fer þeim fjölda fækkandi er börnin eldast og segjast þrettán prósent nemenda í áttunda bekk vera grænmetisætur. Fer talan svo niður í tíu prósent í tíunda bekk. Í könnuninni voru nemendur einnig spurðir hversu oft þeir borðuðu kjöt í viku. Þó nokkur fjöldi þeirra sem segjast vera grænmetisætur borðar kjöt nokkrum sinnum í viku. Því virðist vera að börn í grunnskóla séu með mismunandi skilgreiningu á því hvað sé að vera grænmetisæta. Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem sá um rannsóknina segir það til að mynda ekki standast skoðun að fimmtungur sjöttu bekkinga séu grænmetisætur. „Þá getum maður spurt, eru börn í 6. bekk, vita þau hvað þetta orð þýðir. Það sem maður getur kannski túlkað að ég borða grænmeti, en ég borða rosalega margt annað líka. Grænmetisæta getur þýtt rosalega mismunandi fyrir fólk. Er það að ég borða ekki kjöt, ég borða ekki fisk. Kannski er það pínu loðið fyrir suma hvað það þýðir,“ segir Gréta. Flestir telja að sá sem aldrei borðar kjöt eða fisk sé grænmætisæta. Gæti verið að þeir sem fá sér kjöt örfáum sinnum vilji flokka sig sem grænmetisætur. „Þess vegna verður maður að fara hóflega í að túlka niðurstöðurnar rosalega hart. Velta því frekar fyrir sér hvernig börnin túlka spurningar í spurningalistum og hvernig þau túlka orðin,“ segir Gréta. Þannig þetta þýðir ekkert endilega að fimmtungur barna í sjötta bekk séu grænmetisætur? „Nei, kannski frekar bara að þau borði grænmeti,“ segir Gréta.
Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent