Ryder Cup: Evrópa vann fyrstu fjórar viðureignirnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 10:29 Sepp Straka og Shane Lowry fagna góðu höggi Titilvörn Bandaríkjamanna á Ryder Cup hefst ekki vel. Lið Evrópu vann allar viðureignir í morgun og leiðir 4-0 eftir fyrstu fjórar keppnirnar þar sem spilaður var fjórmenningsleikur í holukeppni. Ryder Cup fer fram um helgina á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Fyrir hádegi í dag var kepptar fjórar viðureignir í fjórmenningi (e. foursome) og eftir hádegi verður keppt í fjórum betri bolta (e. fourball). Á morgun verður sama fyrirkomulag en á sunnudag verður keppt í tvímenningskeppni, alls 28 viðureignir samtals. Racing to the first tee 🏁#RyderCup pic.twitter.com/Xzy7FGfyMt— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Mikil eftirvænting ríkir fyrir mótið sem haldið er annað hvert ár til skiptis í Bandaríkjunum og Evrópu. Sænski kylfingurinn Ludvig Åberg vakti athygli fyrir spilamennsku sína í morgun en hann er að spila í fyrsta skipti á mótinu. Ludvig er aðeins 23 ára gamall en þó ekki yngsti meðlimur í liði Evrópu, Daninn Nicolai Hojgaard leikur í keppninni eftir hádegi, 22 ára að aldri. Á sjöundu holu var spænski kylfingurinn Jon Rahm hársbreidd frá því að setja holu í höggi, en það hefði verið í aðeins sjöunda skipti í sögu mótsins. Jon Rahm was so close to just the SEVENTH hole-in-one in Ryder Cup history 🤯 #RyderCup pic.twitter.com/phe1vfXc6Y— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Þrátt fyrir sannfærandi forystu Evrópuliðsins eftir fyrstu umferð geta hlutirnir breyst fljótt um helgina. Alls þarf 14 stig til að vinna mótið og því nóg eftir í pottinum fyrir lið Bandaríkjanna. Hér má sjá seinni viðureignir dagsins. Keppni hefst á nýjan leik kl. 10:25 á íslenskum tíma. This afternoon's four-ball pairings.@ROLEX | #RyderCup pic.twitter.com/47Rnh2WHDI— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Ryder Cup verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport. Ryder-bikarinn Golf Tengdar fréttir Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ryder Cup fer fram um helgina á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Fyrir hádegi í dag var kepptar fjórar viðureignir í fjórmenningi (e. foursome) og eftir hádegi verður keppt í fjórum betri bolta (e. fourball). Á morgun verður sama fyrirkomulag en á sunnudag verður keppt í tvímenningskeppni, alls 28 viðureignir samtals. Racing to the first tee 🏁#RyderCup pic.twitter.com/Xzy7FGfyMt— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Mikil eftirvænting ríkir fyrir mótið sem haldið er annað hvert ár til skiptis í Bandaríkjunum og Evrópu. Sænski kylfingurinn Ludvig Åberg vakti athygli fyrir spilamennsku sína í morgun en hann er að spila í fyrsta skipti á mótinu. Ludvig er aðeins 23 ára gamall en þó ekki yngsti meðlimur í liði Evrópu, Daninn Nicolai Hojgaard leikur í keppninni eftir hádegi, 22 ára að aldri. Á sjöundu holu var spænski kylfingurinn Jon Rahm hársbreidd frá því að setja holu í höggi, en það hefði verið í aðeins sjöunda skipti í sögu mótsins. Jon Rahm was so close to just the SEVENTH hole-in-one in Ryder Cup history 🤯 #RyderCup pic.twitter.com/phe1vfXc6Y— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Þrátt fyrir sannfærandi forystu Evrópuliðsins eftir fyrstu umferð geta hlutirnir breyst fljótt um helgina. Alls þarf 14 stig til að vinna mótið og því nóg eftir í pottinum fyrir lið Bandaríkjanna. Hér má sjá seinni viðureignir dagsins. Keppni hefst á nýjan leik kl. 10:25 á íslenskum tíma. This afternoon's four-ball pairings.@ROLEX | #RyderCup pic.twitter.com/47Rnh2WHDI— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Ryder Cup verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport.
Ryder-bikarinn Golf Tengdar fréttir Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00