Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2023 11:59 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. Á þriðjudaginn kynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, það að hann hafi samið við Rauða krossinn um að útlendingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og eiga ekki lengur rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í neyðarskýli. Neyðarskýlið verður staðsett í Borgartúni og opnar í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði svo í samtali við fréttastofu í gær að henni þætti það ekki góð lausn að setja upp þessi neyðarskýli. Eina varanlega lausnin væri lokað búsetuúrræði. Guðmundur er þó ekki sammála Guðrúnu. „Dómsmálaráðherra hefur talað um að hún telji skynsamlegra að koma með lokuð búsetuúrræði en þau eru algjör útópía á þessum tímapunkti því það er engin stoð fyrir þeim í lögum. Við verðum núna að koma með tillögur til þess að tryggja það að fólk sem hefur misst þjónustu ríkislögreglustjóra þurfi ekki að sofa á götunni. Umræða um lokuð búsetuúrræði mun ekki leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist alveg viss um að neyðarskýlin séu skref í rétta átt. Með þeim sé verið að veita fólkinu þá lágmarksaðstoð sem það á rétt á., „Það býr líka til mikilvæga leið fyrri sveitarfélögin til að geta vísað fólki í þetta úrræði sem annars er ekki til þar. Ég er mjög sáttur við þessa lausn og ég treysti Rauða krossinum til að sinna þessu,“ segir Guðmundur. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni heimilislausra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30 Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, það að hann hafi samið við Rauða krossinn um að útlendingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og eiga ekki lengur rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í neyðarskýli. Neyðarskýlið verður staðsett í Borgartúni og opnar í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði svo í samtali við fréttastofu í gær að henni þætti það ekki góð lausn að setja upp þessi neyðarskýli. Eina varanlega lausnin væri lokað búsetuúrræði. Guðmundur er þó ekki sammála Guðrúnu. „Dómsmálaráðherra hefur talað um að hún telji skynsamlegra að koma með lokuð búsetuúrræði en þau eru algjör útópía á þessum tímapunkti því það er engin stoð fyrir þeim í lögum. Við verðum núna að koma með tillögur til þess að tryggja það að fólk sem hefur misst þjónustu ríkislögreglustjóra þurfi ekki að sofa á götunni. Umræða um lokuð búsetuúrræði mun ekki leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist alveg viss um að neyðarskýlin séu skref í rétta átt. Með þeim sé verið að veita fólkinu þá lágmarksaðstoð sem það á rétt á., „Það býr líka til mikilvæga leið fyrri sveitarfélögin til að geta vísað fólki í þetta úrræði sem annars er ekki til þar. Ég er mjög sáttur við þessa lausn og ég treysti Rauða krossinum til að sinna þessu,“ segir Guðmundur.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni heimilislausra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30 Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59