„Að tengja þennan dag við fleiri jákvæða hluti er partur af batanum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. október 2023 07:00 Guðný beið í þrjá daga með að kæra manninn til lögreglu. Þar með var mál hennar komið neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar. Vísir/Vilhelm Guðný S. Bjarnadóttir beið í 721 dag frá því að hún kærði mann fyrir nauðgun þar til héraðssaksóknari tilkynnti henni að ekki yrði gefin út ákæra í máli hennar. Í dag verður hún 42 ára gömul, í dag eru tvö ár liðin síðan henni var nauðgað og í dag verður stofnfundur nýrra samtaka hennar - Hagsmunasamtaka brotaþola. „Það er auðvitað gríðarlega íþyngjandi að bíða svona vegna þess að maður veit alveg hvað kom fyrir mann og telur að maður hafi þarna sterk gögn fyrir hendi. Ef eitthvað er, er ég enn staðfastari í því að láta gott af mér leiða í þessum málaflokki,“ segir Guðný. Það er grátlegt að það taki 721 dag að segja mér þetta. Sér í lagi þegar maður les ítrekað dóma úr öðrum málum á eftir manns eigin og fá svo þennan skell. Þetta er gríðarlegt áfall. Þetta er ekki orð gegn orði. Þetta er orð gegn áverkavottorði og vitnisburðum af því sem gerðist. Guðný steig fram í viðtali hjá Vísi fyrir einu og hálfu ári síðan og lýsti upplifun sinni af kerfinu. Þá, 3. apríl 2022, hafði hún beðið í nærri hálft ár frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. Mál Guðnýjar lenti neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á sínum tíma vegna þess að hún kærði brotið ekki fyrr en þremur dögum eftir að það var framið, eða 6. október 2021. Það var dagurinn sem hún fékk úthlutaðan tíma í skýrslutöku hjá lögreglu. „Gerandinn var boðaður í skýrslutöku 14. mars 2022. Svo gerist ekki neitt fyrr en 16. janúar 2023. Þá voru teknar skýrslur af vitnum í gegn um síma. Allar skýrslurnar voru unnar og sendar til héraðssaksóknara sama dag. Svo lá málið bara þar inni óhreyft þar til í síðustu viku.“ Finnur sínar eigin leiðir til að ná bata Guðný er þó ekki af baki dottin, þrátt fyrir þetta. Hún ásamt þremur konum til viðbótar stendur nú að stofnun nýs Hagsmunafélags brotaþola og fer stofnfundur fram í kvöld. Stofndagurinn er merkingarþrunginn. Hann er ekki aðeins afmælisdagur Guðnýjar heldur einnig dagurinn sem brotið var á henni, fyrir tveimur árum síðan. Við töldum þetta kjörna dagsetningu af því að þetta er svolítið eins og að taka valdið til baka. Auðvitað fær hann aldrei að taka fæðingardaginn minn af mér eða tilveru mína en að reyna að tengja þennan dag við fleiri jákvæða hluti er partur af batanum. Kerfið er svo sannarlega ekki að hjálpa við það. Maður finnur sínar eigin leiðir til að vinna úr þessu. Hún segir tímabært að til séu samtök hér á landi sem hafi hagsmuni þessa hóps að leiðarljósi og vinni að bættum kjörum brotaþola. „Þetta eru mjög sterkar og flottar konur með mér: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem er rithöfundur tveggja bóka um kynbundið ofbeldi og hefur verið áberandi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, Eygló Árnadóttir kynjafræðikennari og sjálfstæður fræðari um kynbundið ofbeldi og Brynhildur Björnsdóttir sem hefur víðtæka reynslu af ofbeldisvörnum og fjölmiðlastarfi,“ segir Guðný. „Við erum búnar að vinna undirbúningsvinnuna í nær eitt ár til að setja á laggirnar þessi samtök sem munu beita sér fyrir bættum réttindum þolenda kynferðisofbeldis og erum með sérfræðinga okkur innan handar, bæði lögfræðinga og fræðafólk úr þessum málaflokki.“ Styttri málsmeðferð nauðsynleg Draumurinn sé auðvitað að brotaþolar geti treyst kerfinu, leitað þar réttlætis. „En eins og er á réttlát málsmeðferð eiginlega bara við sakborning en ekki brotaþola. Fyrir nokkrum árum gaf ríkissaksóknari út tilmæli um að málsmeðferðartími þurfi að vera styttri, sérstaklega þegar sakarefni tekur til líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis og að nauðgunarmál ættu að vera í sérstökum forgangi. Nú sjáum við að normið er það að langur málsmeðferðartími er eitthvað sem virðist ekki vera að lagast. Hann lengdist um 77 prósent á milli 2016 og 2021 samkvæmt skýrslu sem ríkissaskókanri lét vinna,“ segir Guðný. „Og sá langi tími er gerendum hagfelldur að því leyti að refsiafsláttur er gefinn þegar málsmeðferðartími fer úr hófi fram. Stundum ganga dómarar svo langt að hlífa gerendum alfarið við fangelsisvist af þessum sökum. Jafnvel í alvarlegustu og hrottalegustu málunum sem berast til kasta yfirvalda.“ „Ég er sjálf að bíða eftir að höggið komi“ Hún segir fyrsta og stærsta verkefni hagsmunasamtakanna verða að stytta þennan tíma og beita sér fyrir því að dómar fyrir svona alvarleg brot geti ekki verið skilorðsbundnir. „Gerendur eiga að geta unnið úr sínum málum og komist á betri stað. Það er hins vegar ekkert réttlæti í því að brotaþolar þurfi að ganga í gegn um réttarkerfið, jafnvel í mörg ár og það skili sér í skilorðsbundnum dómi eða jafnvel sýknu. Það er bara gerviréttlæti,“ segir Guðný. Guðný segist staðráðin í að leggja sitt af mörkum í baráttu brotaþola við að skapa betra kerfi. Vísir/Vilhelm Biðin geti haft mikil áhrif á brotaþola. „Ég þurfti sjálf að hætta í vinnunni sem ég var í þar sem ég treysti mér ekki til að sinna henni áfram af ótta við að rekast á þennan mann sem braut á mér. Svo er það bara öll þessi sjálfsvinna. Maður þarf mikla aðstoð við að komast yfir áfall eins og þetta og í raun og veru nær maður ekki að klára þá vinnu og ljúka þessum kafla fyrr en niðurstaða er komin í málið. Maður beið bara eftir að höggið kæmi um hvað gerist næst.“ „Hræðilegt að fólk finni sig knúið til að berskjalda sig“ Mikil og opin umræða hefur farið fram síðustu ár um kynferðisofbeldi. Hver MeToo bylgjan á fætur annarri hefur riðið yfir íslenskt samfélag eins og fleiri þar sem brotaþolar hafa stigið fram og lýst því ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Guðný segist skilja vel að brotaþolar grípi til þess ráðs að fletta ofan af gerendum opinberlega, eins og hún gerði sjálf, en það sé hins vegar birtingarmynd kerfisgalla. „Það ætti ekki að vera í höndum brotaþola að berskjalda sig ítrekað til að reyna að knýja fram einhverjar breytingar í kerfinu. Ég held að fólk sé mjög meðvitað um hver vandamálin eru en einhverra hluta vegna næst ekki utan um það hvernig er hægt að breyta því til hins betra,“ segir Guðný. Það er auðvitað hræðilegt að fólk finni sig knúið til að berskjalda sig svona. Núna finnst mér líka komið að yfirvöldum að virkilega fara að tækla þessi mál. Ég held að stórt skref væri að breyta lagalegri stöðu brotaþola úr vitni í aðila máls. Sem aðili máls hefurðu miklu meiri réttindi en sem vitni áttu í raun ekki rétt á neinum upplýsingum og þar af leiðandi er verið að reka málið án þess að þú sért partur af því. Hún bendir á að brotaþolar fái sinn réttargæslumann en hafi bara rétt til nokkurra klukkustunda vinnuframlags frá þeim í formi upplýsingaöflunar, ritunar bótakröfu og svo framvegis, á meðan gerendur fái ótakmarkaðan rétt til að verja sig og ótakmarkaðan tíma með verjanda. „Og ef ég ætla að leggja fram einhver viðbótargögn til að hrekja frásögn sakborningsins þá get ég reynt að gera það í gegn um réttargæslumanninn minn en þegar uppi er staðið er það saksóknari sem tekur ákvörðun um hvort gögnin verði tekin inn í málið eða ekki. Saksóknari sækir málið fyrir ríkið en ekki mig. Ég hef í raun engan málsvara,“ segir Guðný. „Það gerir það að verkum að maður upplifir sig valdalausan gagnvart kerfinu og maður er í raun og veru bara réttlaus. Ég er bara vitni og vettvangur og það er skilgreining sem ég ætla að berjast fyrir að breyta.“ Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Tengdar fréttir „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Það er auðvitað gríðarlega íþyngjandi að bíða svona vegna þess að maður veit alveg hvað kom fyrir mann og telur að maður hafi þarna sterk gögn fyrir hendi. Ef eitthvað er, er ég enn staðfastari í því að láta gott af mér leiða í þessum málaflokki,“ segir Guðný. Það er grátlegt að það taki 721 dag að segja mér þetta. Sér í lagi þegar maður les ítrekað dóma úr öðrum málum á eftir manns eigin og fá svo þennan skell. Þetta er gríðarlegt áfall. Þetta er ekki orð gegn orði. Þetta er orð gegn áverkavottorði og vitnisburðum af því sem gerðist. Guðný steig fram í viðtali hjá Vísi fyrir einu og hálfu ári síðan og lýsti upplifun sinni af kerfinu. Þá, 3. apríl 2022, hafði hún beðið í nærri hálft ár frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. Mál Guðnýjar lenti neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á sínum tíma vegna þess að hún kærði brotið ekki fyrr en þremur dögum eftir að það var framið, eða 6. október 2021. Það var dagurinn sem hún fékk úthlutaðan tíma í skýrslutöku hjá lögreglu. „Gerandinn var boðaður í skýrslutöku 14. mars 2022. Svo gerist ekki neitt fyrr en 16. janúar 2023. Þá voru teknar skýrslur af vitnum í gegn um síma. Allar skýrslurnar voru unnar og sendar til héraðssaksóknara sama dag. Svo lá málið bara þar inni óhreyft þar til í síðustu viku.“ Finnur sínar eigin leiðir til að ná bata Guðný er þó ekki af baki dottin, þrátt fyrir þetta. Hún ásamt þremur konum til viðbótar stendur nú að stofnun nýs Hagsmunafélags brotaþola og fer stofnfundur fram í kvöld. Stofndagurinn er merkingarþrunginn. Hann er ekki aðeins afmælisdagur Guðnýjar heldur einnig dagurinn sem brotið var á henni, fyrir tveimur árum síðan. Við töldum þetta kjörna dagsetningu af því að þetta er svolítið eins og að taka valdið til baka. Auðvitað fær hann aldrei að taka fæðingardaginn minn af mér eða tilveru mína en að reyna að tengja þennan dag við fleiri jákvæða hluti er partur af batanum. Kerfið er svo sannarlega ekki að hjálpa við það. Maður finnur sínar eigin leiðir til að vinna úr þessu. Hún segir tímabært að til séu samtök hér á landi sem hafi hagsmuni þessa hóps að leiðarljósi og vinni að bættum kjörum brotaþola. „Þetta eru mjög sterkar og flottar konur með mér: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem er rithöfundur tveggja bóka um kynbundið ofbeldi og hefur verið áberandi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, Eygló Árnadóttir kynjafræðikennari og sjálfstæður fræðari um kynbundið ofbeldi og Brynhildur Björnsdóttir sem hefur víðtæka reynslu af ofbeldisvörnum og fjölmiðlastarfi,“ segir Guðný. „Við erum búnar að vinna undirbúningsvinnuna í nær eitt ár til að setja á laggirnar þessi samtök sem munu beita sér fyrir bættum réttindum þolenda kynferðisofbeldis og erum með sérfræðinga okkur innan handar, bæði lögfræðinga og fræðafólk úr þessum málaflokki.“ Styttri málsmeðferð nauðsynleg Draumurinn sé auðvitað að brotaþolar geti treyst kerfinu, leitað þar réttlætis. „En eins og er á réttlát málsmeðferð eiginlega bara við sakborning en ekki brotaþola. Fyrir nokkrum árum gaf ríkissaksóknari út tilmæli um að málsmeðferðartími þurfi að vera styttri, sérstaklega þegar sakarefni tekur til líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis og að nauðgunarmál ættu að vera í sérstökum forgangi. Nú sjáum við að normið er það að langur málsmeðferðartími er eitthvað sem virðist ekki vera að lagast. Hann lengdist um 77 prósent á milli 2016 og 2021 samkvæmt skýrslu sem ríkissaskókanri lét vinna,“ segir Guðný. „Og sá langi tími er gerendum hagfelldur að því leyti að refsiafsláttur er gefinn þegar málsmeðferðartími fer úr hófi fram. Stundum ganga dómarar svo langt að hlífa gerendum alfarið við fangelsisvist af þessum sökum. Jafnvel í alvarlegustu og hrottalegustu málunum sem berast til kasta yfirvalda.“ „Ég er sjálf að bíða eftir að höggið komi“ Hún segir fyrsta og stærsta verkefni hagsmunasamtakanna verða að stytta þennan tíma og beita sér fyrir því að dómar fyrir svona alvarleg brot geti ekki verið skilorðsbundnir. „Gerendur eiga að geta unnið úr sínum málum og komist á betri stað. Það er hins vegar ekkert réttlæti í því að brotaþolar þurfi að ganga í gegn um réttarkerfið, jafnvel í mörg ár og það skili sér í skilorðsbundnum dómi eða jafnvel sýknu. Það er bara gerviréttlæti,“ segir Guðný. Guðný segist staðráðin í að leggja sitt af mörkum í baráttu brotaþola við að skapa betra kerfi. Vísir/Vilhelm Biðin geti haft mikil áhrif á brotaþola. „Ég þurfti sjálf að hætta í vinnunni sem ég var í þar sem ég treysti mér ekki til að sinna henni áfram af ótta við að rekast á þennan mann sem braut á mér. Svo er það bara öll þessi sjálfsvinna. Maður þarf mikla aðstoð við að komast yfir áfall eins og þetta og í raun og veru nær maður ekki að klára þá vinnu og ljúka þessum kafla fyrr en niðurstaða er komin í málið. Maður beið bara eftir að höggið kæmi um hvað gerist næst.“ „Hræðilegt að fólk finni sig knúið til að berskjalda sig“ Mikil og opin umræða hefur farið fram síðustu ár um kynferðisofbeldi. Hver MeToo bylgjan á fætur annarri hefur riðið yfir íslenskt samfélag eins og fleiri þar sem brotaþolar hafa stigið fram og lýst því ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Guðný segist skilja vel að brotaþolar grípi til þess ráðs að fletta ofan af gerendum opinberlega, eins og hún gerði sjálf, en það sé hins vegar birtingarmynd kerfisgalla. „Það ætti ekki að vera í höndum brotaþola að berskjalda sig ítrekað til að reyna að knýja fram einhverjar breytingar í kerfinu. Ég held að fólk sé mjög meðvitað um hver vandamálin eru en einhverra hluta vegna næst ekki utan um það hvernig er hægt að breyta því til hins betra,“ segir Guðný. Það er auðvitað hræðilegt að fólk finni sig knúið til að berskjalda sig svona. Núna finnst mér líka komið að yfirvöldum að virkilega fara að tækla þessi mál. Ég held að stórt skref væri að breyta lagalegri stöðu brotaþola úr vitni í aðila máls. Sem aðili máls hefurðu miklu meiri réttindi en sem vitni áttu í raun ekki rétt á neinum upplýsingum og þar af leiðandi er verið að reka málið án þess að þú sért partur af því. Hún bendir á að brotaþolar fái sinn réttargæslumann en hafi bara rétt til nokkurra klukkustunda vinnuframlags frá þeim í formi upplýsingaöflunar, ritunar bótakröfu og svo framvegis, á meðan gerendur fái ótakmarkaðan rétt til að verja sig og ótakmarkaðan tíma með verjanda. „Og ef ég ætla að leggja fram einhver viðbótargögn til að hrekja frásögn sakborningsins þá get ég reynt að gera það í gegn um réttargæslumanninn minn en þegar uppi er staðið er það saksóknari sem tekur ákvörðun um hvort gögnin verði tekin inn í málið eða ekki. Saksóknari sækir málið fyrir ríkið en ekki mig. Ég hef í raun engan málsvara,“ segir Guðný. „Það gerir það að verkum að maður upplifir sig valdalausan gagnvart kerfinu og maður er í raun og veru bara réttlaus. Ég er bara vitni og vettvangur og það er skilgreining sem ég ætla að berjast fyrir að breyta.“ Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Tengdar fréttir „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01