„Líklega mjög miklir fólksflutningar“ til Venesúela framundan Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 29. september 2023 21:54 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Stöð 2/Arnar Útlendingastofnun er heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt nýjum úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Með þessu hefur nefndin snúið við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd. Í þremur úrskurðum sem voru kveðnir upp í vikunni og birtir í dag segir að ástandið fari batnandi í Venesúela og að aðstæður séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu hátt í þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd hér á landi og þar af voru flestir, eða hátt í þrettán hundruð, frá Venesúela. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi úrskurðina í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum loksins komin með skýra niðurstöðu og ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að við erum búin að bíða lengi eftir niðurstöðum kærunefndar útlendingamála. Og það er alveg ljóst að niðurstaðan frá þessum þremur málum, hún verður fordæmisgefandi,“ sagði Guðrún, aðspurð hver hennar viðbrögð við úrskurðunum væru. Guðrún segir fjögur hundruð mál bíða niðurstöðu hjá kærunefndinni og ellefu hundruð hjá Útlendingastofnun. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við. Innflytjendamál Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Í þremur úrskurðum sem voru kveðnir upp í vikunni og birtir í dag segir að ástandið fari batnandi í Venesúela og að aðstæður séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu hátt í þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd hér á landi og þar af voru flestir, eða hátt í þrettán hundruð, frá Venesúela. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi úrskurðina í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum loksins komin með skýra niðurstöðu og ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að við erum búin að bíða lengi eftir niðurstöðum kærunefndar útlendingamála. Og það er alveg ljóst að niðurstaðan frá þessum þremur málum, hún verður fordæmisgefandi,“ sagði Guðrún, aðspurð hver hennar viðbrögð við úrskurðunum væru. Guðrún segir fjögur hundruð mál bíða niðurstöðu hjá kærunefndinni og ellefu hundruð hjá Útlendingastofnun. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við.
Innflytjendamál Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira