Ryder bikarinn: Hovland og Åberg með sögulegan sigur Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 10:14 Viktor Hovland og Ludvig Aberg fóru á kostum í morgun Vísir/Getty Yfirburðir Evrópuliðsins halda áfram í Ryder bikarnum en þeir Viktor Hovland og Ludvig Åberg unnu sögulegan sigur í morgun þegar þeir kláruðu sinn leik á ellefu holum. Hovald og Åberg öttu kappi við Scottie Scheffler og Brooks Koepka þar sem Evrópumennirnir unnu fjórar fyrstu holurnar. Næstu þrjár voru jafnar og spennandi og Bandaríkjamennirnir virtust vera að ná sér á strik en þá tók við glæsilegur kafli hjá Evrópumönnunum sem fóru næstu fjórar holur allar á fugli meðan Scheffler og Koepka voru ýmist á pari eða einu yfir. Leiknum var því lokið eftir aðeins ellefu holur en aldrei í sögu Ryder bikarins hefur viðureign unnist á jafn miklum mun. Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, virtist taka tapið mjög nærri sér en hann felldi tár og virtist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. This is what it means.#RyderCup | #GoUSA pic.twitter.com/LyVC6vaUj0— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 30, 2023 Þetta var önnur viðureign dagsins en Evrópuliðið vann fyrstu viðureign dagsins naumlega þar sem úrslitin réðust á 17. holu. Max Homa og Brian Harman færðu Bandaríkjunum fyrsta sigur dagsins í þriðju viðureigninni en Evrópuliðið komst aftur á beinu brautina í lokaviðureign fyrri umferðar dagsins. Jon Rahm var aftur hársbreidd frá því að fara holu í höggi en hann og Tyrrell Hatton lögðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele í spennandi einvígi þar sem Evrópumennirnir kláruðu dæmið á 16. og 17 holu eftir sterka frammistöðu frá Bandaríkjunum á seinni hluta vallarins. JON RAHM!!! #TeamEurope pic.twitter.com/Fa0ZUH4hwZ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 30, 2023 Evrópuliðið leiðir því með 9,5 stig gegn 2,5 stigi Bandaríkjanna eftir fyrri umferð dagsins. Keppni hefst á ný innan stundar þar sem Viktor Hovland og Ludvig Åberg etja kappi við Sam Burns og Collin Morikawa. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hovald og Åberg öttu kappi við Scottie Scheffler og Brooks Koepka þar sem Evrópumennirnir unnu fjórar fyrstu holurnar. Næstu þrjár voru jafnar og spennandi og Bandaríkjamennirnir virtust vera að ná sér á strik en þá tók við glæsilegur kafli hjá Evrópumönnunum sem fóru næstu fjórar holur allar á fugli meðan Scheffler og Koepka voru ýmist á pari eða einu yfir. Leiknum var því lokið eftir aðeins ellefu holur en aldrei í sögu Ryder bikarins hefur viðureign unnist á jafn miklum mun. Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, virtist taka tapið mjög nærri sér en hann felldi tár og virtist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. This is what it means.#RyderCup | #GoUSA pic.twitter.com/LyVC6vaUj0— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 30, 2023 Þetta var önnur viðureign dagsins en Evrópuliðið vann fyrstu viðureign dagsins naumlega þar sem úrslitin réðust á 17. holu. Max Homa og Brian Harman færðu Bandaríkjunum fyrsta sigur dagsins í þriðju viðureigninni en Evrópuliðið komst aftur á beinu brautina í lokaviðureign fyrri umferðar dagsins. Jon Rahm var aftur hársbreidd frá því að fara holu í höggi en hann og Tyrrell Hatton lögðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele í spennandi einvígi þar sem Evrópumennirnir kláruðu dæmið á 16. og 17 holu eftir sterka frammistöðu frá Bandaríkjunum á seinni hluta vallarins. JON RAHM!!! #TeamEurope pic.twitter.com/Fa0ZUH4hwZ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 30, 2023 Evrópuliðið leiðir því með 9,5 stig gegn 2,5 stigi Bandaríkjanna eftir fyrri umferð dagsins. Keppni hefst á ný innan stundar þar sem Viktor Hovland og Ludvig Åberg etja kappi við Sam Burns og Collin Morikawa.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira