Klopp tjáir sig um dómaramistökin Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. september 2023 19:45 Klopp í orðaskiptum við dómara Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Tottenham eftir að fá tvö rauð spjöld og mark þeirra var dæmt af í leiknum. Curtis Jones fékk fyrra rauða spjaldið í upphafi leiks, þar dæmdi dómari leiksins upphaflega gult en dómararnir í VAR herberginu ráðlögðu honum að gefa rautt og Jones var þar með rekinn af velli. „Rautt á Curtis. Þið haldið kannski öll að þetta sér rautt, ég held ekki vegna þess að ég spilaði fótbolta og þið gerðuð það líklega ekki“ sagði Klopp um þá ákvörðun. Hann bætti svo við að þegar atvikin eru spiluð í hægri endursýningu þá líta þau yfirleitt verr út. Þrátt fyrir að lenda manni undir tókst Liverpool að skora fyrsta mark leiksins, en það var dæmt af vegna rangstöðu. VAR dómarar sáu enga ástæðu til að grípa inn í þau mistök dómara og leikurinn hélt áfram markalaus. Dómarasamtökin gáfu svo út yfirlýsingu beint eftir leik þar sem mistök voru viðurkennd, VAR herbergið hefði átt að leiðrétta ákvörðun línuvarðarins og markið átti að standa. "PGMOL acknowledge a significant human error occurred during the first half of Tottenham Hotspur v Liverpool." The PGMOL statement on the Luis Diaz disallowed goal. 👇 pic.twitter.com/qC2C0jMsXD— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2023 „Við vissum það strax. Bara á venjulegum myndum var augljóslega hægt að sjá það. En hverjum hjálpar þetta? Við fáum ekki stig fyrir þetta. Við héldum að VAR myndi einfalda hlutina“ sagði Klopp við þeirri yfirlýsingu. Hann segir það engu breyta þó mistökin séu viðurkennd, þeim verður ekki breytt eða leiðrétt á nokkurn hátt. Fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni er því raunin og Tottenham kemur sér upp í annað sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Liverpool tapaði 2-1 fyrir Tottenham eftir að fá tvö rauð spjöld og mark þeirra var dæmt af í leiknum. Curtis Jones fékk fyrra rauða spjaldið í upphafi leiks, þar dæmdi dómari leiksins upphaflega gult en dómararnir í VAR herberginu ráðlögðu honum að gefa rautt og Jones var þar með rekinn af velli. „Rautt á Curtis. Þið haldið kannski öll að þetta sér rautt, ég held ekki vegna þess að ég spilaði fótbolta og þið gerðuð það líklega ekki“ sagði Klopp um þá ákvörðun. Hann bætti svo við að þegar atvikin eru spiluð í hægri endursýningu þá líta þau yfirleitt verr út. Þrátt fyrir að lenda manni undir tókst Liverpool að skora fyrsta mark leiksins, en það var dæmt af vegna rangstöðu. VAR dómarar sáu enga ástæðu til að grípa inn í þau mistök dómara og leikurinn hélt áfram markalaus. Dómarasamtökin gáfu svo út yfirlýsingu beint eftir leik þar sem mistök voru viðurkennd, VAR herbergið hefði átt að leiðrétta ákvörðun línuvarðarins og markið átti að standa. "PGMOL acknowledge a significant human error occurred during the first half of Tottenham Hotspur v Liverpool." The PGMOL statement on the Luis Diaz disallowed goal. 👇 pic.twitter.com/qC2C0jMsXD— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2023 „Við vissum það strax. Bara á venjulegum myndum var augljóslega hægt að sjá það. En hverjum hjálpar þetta? Við fáum ekki stig fyrir þetta. Við héldum að VAR myndi einfalda hlutina“ sagði Klopp við þeirri yfirlýsingu. Hann segir það engu breyta þó mistökin séu viðurkennd, þeim verður ekki breytt eða leiðrétt á nokkurn hátt. Fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni er því raunin og Tottenham kemur sér upp í annað sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira