Klopp tjáir sig um dómaramistökin Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. september 2023 19:45 Klopp í orðaskiptum við dómara Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Tottenham eftir að fá tvö rauð spjöld og mark þeirra var dæmt af í leiknum. Curtis Jones fékk fyrra rauða spjaldið í upphafi leiks, þar dæmdi dómari leiksins upphaflega gult en dómararnir í VAR herberginu ráðlögðu honum að gefa rautt og Jones var þar með rekinn af velli. „Rautt á Curtis. Þið haldið kannski öll að þetta sér rautt, ég held ekki vegna þess að ég spilaði fótbolta og þið gerðuð það líklega ekki“ sagði Klopp um þá ákvörðun. Hann bætti svo við að þegar atvikin eru spiluð í hægri endursýningu þá líta þau yfirleitt verr út. Þrátt fyrir að lenda manni undir tókst Liverpool að skora fyrsta mark leiksins, en það var dæmt af vegna rangstöðu. VAR dómarar sáu enga ástæðu til að grípa inn í þau mistök dómara og leikurinn hélt áfram markalaus. Dómarasamtökin gáfu svo út yfirlýsingu beint eftir leik þar sem mistök voru viðurkennd, VAR herbergið hefði átt að leiðrétta ákvörðun línuvarðarins og markið átti að standa. "PGMOL acknowledge a significant human error occurred during the first half of Tottenham Hotspur v Liverpool." The PGMOL statement on the Luis Diaz disallowed goal. 👇 pic.twitter.com/qC2C0jMsXD— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2023 „Við vissum það strax. Bara á venjulegum myndum var augljóslega hægt að sjá það. En hverjum hjálpar þetta? Við fáum ekki stig fyrir þetta. Við héldum að VAR myndi einfalda hlutina“ sagði Klopp við þeirri yfirlýsingu. Hann segir það engu breyta þó mistökin séu viðurkennd, þeim verður ekki breytt eða leiðrétt á nokkurn hátt. Fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni er því raunin og Tottenham kemur sér upp í annað sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Liverpool tapaði 2-1 fyrir Tottenham eftir að fá tvö rauð spjöld og mark þeirra var dæmt af í leiknum. Curtis Jones fékk fyrra rauða spjaldið í upphafi leiks, þar dæmdi dómari leiksins upphaflega gult en dómararnir í VAR herberginu ráðlögðu honum að gefa rautt og Jones var þar með rekinn af velli. „Rautt á Curtis. Þið haldið kannski öll að þetta sér rautt, ég held ekki vegna þess að ég spilaði fótbolta og þið gerðuð það líklega ekki“ sagði Klopp um þá ákvörðun. Hann bætti svo við að þegar atvikin eru spiluð í hægri endursýningu þá líta þau yfirleitt verr út. Þrátt fyrir að lenda manni undir tókst Liverpool að skora fyrsta mark leiksins, en það var dæmt af vegna rangstöðu. VAR dómarar sáu enga ástæðu til að grípa inn í þau mistök dómara og leikurinn hélt áfram markalaus. Dómarasamtökin gáfu svo út yfirlýsingu beint eftir leik þar sem mistök voru viðurkennd, VAR herbergið hefði átt að leiðrétta ákvörðun línuvarðarins og markið átti að standa. "PGMOL acknowledge a significant human error occurred during the first half of Tottenham Hotspur v Liverpool." The PGMOL statement on the Luis Diaz disallowed goal. 👇 pic.twitter.com/qC2C0jMsXD— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2023 „Við vissum það strax. Bara á venjulegum myndum var augljóslega hægt að sjá það. En hverjum hjálpar þetta? Við fáum ekki stig fyrir þetta. Við héldum að VAR myndi einfalda hlutina“ sagði Klopp við þeirri yfirlýsingu. Hann segir það engu breyta þó mistökin séu viðurkennd, þeim verður ekki breytt eða leiðrétt á nokkurn hátt. Fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni er því raunin og Tottenham kemur sér upp í annað sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira