Einhliða ákvörðun að framlengja ekki samning Rúnars Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. október 2023 08:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Dúi Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir ákvörðunina hafa verið einhliða að framlengja ekki samnings Rúnars Kristinssonar sem aðalþjálfara liðsins. Hann þakkar þjálfaranum vel unnin störf en telur tímabært að hrista upp í hlutunum. Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira