Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 08:05 Kevin McCarthy sagði eftir að frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni að uppreisnarmenn í þingflokk hans gætu reynt að víkja honum úr sessi, eftir að hann lagði kröfur þeirra til hliðar og kom bráðabirgðafjárlögum í gegnum þingið með aðstoð Demkrata. AP/J. Scott Applewhite Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. Kevin McCarthy, umræddur forseti, féll frá öllum kröfum um niðurskurð sem hópur fjar-hægri þingmanna hans hafði krafist og þurfti hann stuðning Demókrata til að koma frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina. Til þess þurfti hann að auka fjárútlát í sjóði til neyðaraðstoðar um sextán milljarða dala. Frekari aðstoð til Úkraínu vegna innrásar Rússa var einnig tekin út úr frumvarpinu og McCarthy neitaði í nótt að segja hvort hann myndi leggja fram sérstakt frumvarp um þá aðstoð í millitíðinni. Sífellt stækkandi hópur þingmanna Repúblikanaflokksins virðist mótfallinn þessari aðstoð. Fjárlagafrumvarpið var samþykkt með 335 atkvæðum gegn 91 í fulltrúadeildinni og með 88 atkvæðum gegn níu í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði svo undir frumvarpið. Lokun virtist óhjákvæmileg Lokun opinberra stofnanna virtist óhjákvæmileg þar til í gærkvöldi, þar sem óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni. Þá óreiðu má rekja til hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa krafist þess að fjárlögin innihaldi mikla niðurskurði hjá opinberum stofnunum og aðstoð til Úkraínu verði hætt. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og til að tryggja sér embætti þingforseta þurfti McCarthy að láta eftir ýmsum kröfum þessa hóps. Þar á meðal var sú krafa að breyta reglum þingsins svo einungis einn þingmaður geti kallað eftir atkvæðagreiðslu um vantraust á þingforseta. Þessi hópur hafði eins og áður segir krafist mikils niðurskurðar, sem fer gegn samkomulagi sem McCarthy gerði við Biden fyrr á árinu. Það samkomulag kom í veg fyrir það að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn og fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. McCarthy þarf líklega að verjast vantrauststillögu Uppreisnarmennirnir höfðu gert ljós að ef McCarthy myndi koma fjárlagafrumvarpi gegnum þingið myndu þeir velta honum úr sessi. Fregnir höfðu borist af því á dögunum að uppreisnarmennirnir væru þegar byrjaðir að leita að einhverjum til að taka við af McCarthy og þá einhverjum sem væri líklegri til að hlusta á kröfur þeirra. McCarthy mun að öllum líkindum standa frammi fyrir atkvæðagreiðslum um vantraust en óljóst er hvort meirihluti sé fyrir því inn þingflokks Repúblikanaflokksins að víkja honum úr embætti. Níutíu þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu í nótt en 222 Repúblikanar sitja á þingi, móti 212 Demókrötum. „Ef einhver vill víkja mér úr embætti fyrir að vera sá fullorðni í herberginu, má hann reyna það,“ sagði McCarthy í nótt og sagðist hann hafa hugsað um Bandaríkin frekar en sæti sitt. Hann hafði einmitt verið gagnrýndur í aðdraganda gærkvöldsins fyrir það að hugsa frekar um embætti sitt en Bandaríkin. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu lýst yfir áhyggjum yfir því að lokun opinberra stofnana myndi koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. McCarthy átti fáa aðra kosti en að gera samkomulag við Demókrata eða loka opinberum stofnunum. Demókratar mótmæltu upprunalega, samkvæmt frétt New York Times, en vildu ekki líta út fyrir að setja aðstoð til Úkraínu ofar lokun opinberra stofnana og þeim tæpu tveimur milljónum starfsmanna herafla bandaríkjanna og tveimur milljónum opinberra starfsmanna sem lokunin hefði haft áhrif á. „Eru þið að segja mér að þið mynduð loka opinberum stofnunum án aðstoðar til Úkraínu?“ sagði Mike Lawler, þingmaður Repúblikanaflokksins í nótt. Mitch McConnell, leiðtoi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann muni berjast fyrir áframhaldandi aðstoð til Úkraínu.AP/Andrew Harnik Ætla að berast fyrir frekari aðstoð Þó andstaða við stuðning til Úkraínu hafi aukist meðal Repúblikana í fulltrúadeildinni á það ekki við Repúblikana í öldungadeildinni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, segist ætla að berjast fyrir áframhaldandi aðstoð. Nærri því helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði með því að fjarlægja ákvæði í fjárlögum um 300 milljóna dala framlag til þjálfunar úkraínskra hermanna og kaupa vopn fyrir þá á dögunum. Ákvæðið var þó fært í annað frumvarp og samþykkt skömmu síðar, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Bráðabirgðafjárlög McCarthy innihéldu ekki ákvæði úr þverpólitísku fjárlagafrumvarpi öldungadeildarinnar, sem snerist um sex milljarða dala aðstoðarpakka handa Úkraínumönnum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, ferðaðist nýverið til Bandaríkjanna, þar sem hann ræddi við þingmenn í báðum deildum þingsins. Hann sagði Úkraínumenn geta sigrað Rússa og að þeir væru að sigra, frekari aðstoð væri þó nauðsynleg. Aðspurður um það hvort hann myndi leggja fram sérstakt frumvarp um aðstoðina á komandi vikum vék McCarthy sér undan því að svara spurningunni. Eins og Mitch McConnell, sagði Chuck Schumer, forseti öldungadeildarinnar, að Demókratar myndu berjast fyrir áframhaldandi aðstoð til Úkraínu. Meirihluti þingmanna beggja flokka væru hlynntir þeirri aðstoð og að hún væri mikilvæg öryggishagsmunum Bandaríkjanna og lýðræði í heiminum. Schumer hefur sett frumvarp um áðurnefndan þrjú hundruð milljóna dala aðstoðarpakka á dagskrá öldungadeildarinnar. Schumer just put the House-passed Ukraine security assistance bill on the Senate s calendar (Rule 14). This is the $300M that was stripped from House s defense spending billWe reported tonight that this is the possible vehicle for a big Ukraine supphttps://t.co/2ODtK4rWfd— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) October 1, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. 1. október 2023 00:22 Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. 29. september 2023 14:48 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Kevin McCarthy, umræddur forseti, féll frá öllum kröfum um niðurskurð sem hópur fjar-hægri þingmanna hans hafði krafist og þurfti hann stuðning Demókrata til að koma frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina. Til þess þurfti hann að auka fjárútlát í sjóði til neyðaraðstoðar um sextán milljarða dala. Frekari aðstoð til Úkraínu vegna innrásar Rússa var einnig tekin út úr frumvarpinu og McCarthy neitaði í nótt að segja hvort hann myndi leggja fram sérstakt frumvarp um þá aðstoð í millitíðinni. Sífellt stækkandi hópur þingmanna Repúblikanaflokksins virðist mótfallinn þessari aðstoð. Fjárlagafrumvarpið var samþykkt með 335 atkvæðum gegn 91 í fulltrúadeildinni og með 88 atkvæðum gegn níu í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði svo undir frumvarpið. Lokun virtist óhjákvæmileg Lokun opinberra stofnanna virtist óhjákvæmileg þar til í gærkvöldi, þar sem óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni. Þá óreiðu má rekja til hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa krafist þess að fjárlögin innihaldi mikla niðurskurði hjá opinberum stofnunum og aðstoð til Úkraínu verði hætt. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og til að tryggja sér embætti þingforseta þurfti McCarthy að láta eftir ýmsum kröfum þessa hóps. Þar á meðal var sú krafa að breyta reglum þingsins svo einungis einn þingmaður geti kallað eftir atkvæðagreiðslu um vantraust á þingforseta. Þessi hópur hafði eins og áður segir krafist mikils niðurskurðar, sem fer gegn samkomulagi sem McCarthy gerði við Biden fyrr á árinu. Það samkomulag kom í veg fyrir það að Bandaríkin færu í greiðsluþrot í fyrsta sinn og fól í sér að ríkisútgjöld til stofnanna, annarra en herafla Bandaríkjanna, yrðu ekkert aukin á næsta ári og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. McCarthy þarf líklega að verjast vantrauststillögu Uppreisnarmennirnir höfðu gert ljós að ef McCarthy myndi koma fjárlagafrumvarpi gegnum þingið myndu þeir velta honum úr sessi. Fregnir höfðu borist af því á dögunum að uppreisnarmennirnir væru þegar byrjaðir að leita að einhverjum til að taka við af McCarthy og þá einhverjum sem væri líklegri til að hlusta á kröfur þeirra. McCarthy mun að öllum líkindum standa frammi fyrir atkvæðagreiðslum um vantraust en óljóst er hvort meirihluti sé fyrir því inn þingflokks Repúblikanaflokksins að víkja honum úr embætti. Níutíu þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu í nótt en 222 Repúblikanar sitja á þingi, móti 212 Demókrötum. „Ef einhver vill víkja mér úr embætti fyrir að vera sá fullorðni í herberginu, má hann reyna það,“ sagði McCarthy í nótt og sagðist hann hafa hugsað um Bandaríkin frekar en sæti sitt. Hann hafði einmitt verið gagnrýndur í aðdraganda gærkvöldsins fyrir það að hugsa frekar um embætti sitt en Bandaríkin. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu lýst yfir áhyggjum yfir því að lokun opinberra stofnana myndi koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. McCarthy átti fáa aðra kosti en að gera samkomulag við Demókrata eða loka opinberum stofnunum. Demókratar mótmæltu upprunalega, samkvæmt frétt New York Times, en vildu ekki líta út fyrir að setja aðstoð til Úkraínu ofar lokun opinberra stofnana og þeim tæpu tveimur milljónum starfsmanna herafla bandaríkjanna og tveimur milljónum opinberra starfsmanna sem lokunin hefði haft áhrif á. „Eru þið að segja mér að þið mynduð loka opinberum stofnunum án aðstoðar til Úkraínu?“ sagði Mike Lawler, þingmaður Repúblikanaflokksins í nótt. Mitch McConnell, leiðtoi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann muni berjast fyrir áframhaldandi aðstoð til Úkraínu.AP/Andrew Harnik Ætla að berast fyrir frekari aðstoð Þó andstaða við stuðning til Úkraínu hafi aukist meðal Repúblikana í fulltrúadeildinni á það ekki við Repúblikana í öldungadeildinni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, segist ætla að berjast fyrir áframhaldandi aðstoð. Nærri því helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði með því að fjarlægja ákvæði í fjárlögum um 300 milljóna dala framlag til þjálfunar úkraínskra hermanna og kaupa vopn fyrir þá á dögunum. Ákvæðið var þó fært í annað frumvarp og samþykkt skömmu síðar, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Bráðabirgðafjárlög McCarthy innihéldu ekki ákvæði úr þverpólitísku fjárlagafrumvarpi öldungadeildarinnar, sem snerist um sex milljarða dala aðstoðarpakka handa Úkraínumönnum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, ferðaðist nýverið til Bandaríkjanna, þar sem hann ræddi við þingmenn í báðum deildum þingsins. Hann sagði Úkraínumenn geta sigrað Rússa og að þeir væru að sigra, frekari aðstoð væri þó nauðsynleg. Aðspurður um það hvort hann myndi leggja fram sérstakt frumvarp um aðstoðina á komandi vikum vék McCarthy sér undan því að svara spurningunni. Eins og Mitch McConnell, sagði Chuck Schumer, forseti öldungadeildarinnar, að Demókratar myndu berjast fyrir áframhaldandi aðstoð til Úkraínu. Meirihluti þingmanna beggja flokka væru hlynntir þeirri aðstoð og að hún væri mikilvæg öryggishagsmunum Bandaríkjanna og lýðræði í heiminum. Schumer hefur sett frumvarp um áðurnefndan þrjú hundruð milljóna dala aðstoðarpakka á dagskrá öldungadeildarinnar. Schumer just put the House-passed Ukraine security assistance bill on the Senate s calendar (Rule 14). This is the $300M that was stripped from House s defense spending billWe reported tonight that this is the possible vehicle for a big Ukraine supphttps://t.co/2ODtK4rWfd— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) October 1, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. 1. október 2023 00:22 Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. 29. september 2023 14:48 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. 1. október 2023 00:22
Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. 29. september 2023 14:48
Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04
Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06