Rory Mcllroy og Viktor Hövland unnu einliðaleik sinn í morgun og Jon Rahm tryggði jafntefli gegn Scottie Scheffler.
Tommy Fleetwood sigldi svo sigrinum heim fyrir Evrópu en þeir hafa leitt einvígið alla leið. Byrjuðu mótið á fjögurra stiga sópun, enduðu annan daginn með fimm stiga forskot og kláraðu svo stigin fjögur sem þurfti á lokadeginum í dag.
„Þetta er tilfinningahlaðin stund. Þetta hefur verið langt ferli, ótrúlegt ævintýri og ég hef virkilega notið þess“ sagði Luke Donald, fyrirliði Evrópu, í viðtali við Sky Sports þegar sigurinn var í hús.
Fagnaðarlætin voru mikil innan liðsins og meðal áhorfenda á Marco Simone golfvellinum í Róm.
Bandaríkjamenn eru fráfarandi meistarar eftir mótið 2021 og bið þeirra eftir Ryder bikar á útivelli lengist enn, það hefur ekki tekist síðan 1992.