Innlent

Féll af svölum á fjórðu hæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn féll af svölum á fjórðu hæði í Vesturbænum.
Maðurinn féll af svölum á fjórðu hæði í Vesturbænum. Vísir/Egill

Maðurinn sem féll fram af svölum í Vesturbænum í gær féll af fjórðu hæð. Talið er að um slys hafi verið að ræða en enginn vitni urðu að fallinu, heldur fannst maðurinn liggjandi í grasinu við húsið eftir að hann féll.

Þá var maðurinn fluttur á bráðamóttöku.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu liggur ástand mannsins ekki fyrir og er málið í rannsókn.

Í gær varð einnig alvarlegt vinnuslys í Laugardal þar sem annar maður var fluttur á bráðamóttöku. Sá var samkvæmt lögreglu í körfulyftu ásamt öðrum manni.

Lyftan féll á hliðina svo báðir menn slösuðust. Annar slasaðist þó meira en hinn og hlaut alvarlega áverka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×