Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson voru með Stefáni Árna Pálssyni í upphitunarþættinum og fóru þeir félagar yfir víðan veg.
Þeir fengu að velja fimm manna byrjunarlið og eina varaskeifu, sjötta manninn svokallaða. Aðeins tveir leikmenn komust í byrjunarlið þeirra beggja og aðeins einn leikmaður úr Íslandsmeistaraliði Tindastóls náði inn.
Sjáðu innslagið úr þættinum í spilaranum hér fyrir neðan.
Subway Körfuboltakvöld verður á skjánum á föstudögum í vetur, við lok hverrar umferðar. Stefán Árni mun stýra þáttunum, Teitur og Sævar verða honum til aðstoðar ásamt fjórum nýjum sérfræðingum.