Í dagbókarfærslu lögreglu fyrir daginn segir að maðurinn hafi þegið far með leigubíl en verið mjög ósáttur með verðlagningu leigubílstjórans og því barið hann. Maðurinn hafi svo komið sér undan á hlaupum og málið sé í rannsókn.
Þá hafi borist tilkynning um skemmdir á bifreiðum í Breiðholti, ógnandi mann í Kópavogi og umferðarslys í Breiðholti, þar sem ekið hafði verið á mann á reiðhjóli.