Ómar Ingi: Erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. október 2023 19:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK tapaði í kvöld 0-1 fyrir ÍBV í Kórnum í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið eru harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni en leikurinn réðist á umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á 30. mínútu leiksins. Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira