Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann Jón Þór Ólafsson skrifar 2. október 2023 08:31 NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Svefn Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar