Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. október 2023 13:28 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og kærunefnd vera þátttakendur á vinnumarkaði. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. Hælisleitendur frá Venesúela eru hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Greint hefur verið frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelji hér á landi og bíði nú eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Af þeim fimmtán hundruð sem nú bíða niðurstöðu eru margir með atvinnu hér. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu var atvinnuþátttaka 647 flóttamanna sem komu Íslands frá Venesúela á árunum 2018 til 2022 86,5 prósent. Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður, segir yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu vera starfandi. „Bæði eftir að hafa hlotið vernd og einnig mjög stór hluti sem nýtir sér úrræðið að vera með bráðabirgðaatvinnuleyfi á meðan umsóknin er til meðferðar,“ segir hann. Unnur Sverrisdóttir, fortjóri Vinnumálastofnunar, segir engar tölur til í þeirra skrám um fjölda starfandi. „Þetta fólk fékk flest mannúðarleyfi og viðbótarvernd og slíkum dvalarleyfum fylgir líka réttur til vinnu þannig það er ekki skráð hjá okkur hversu margir eru í vinnu af þessum hópi. Þau koma í rauninni aldrei inn á borð hjá okkur,“ segir Unnur. Atvinnuþátttaka flóttafólks hafi þó verið mjög góð hingað til. „Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“ Venesúelabúum sem fréttastofa ræddi við á laugardag þykir ákvörðun íslenskra stjórnvalda furðuleg. Sér í lagi í ljósi þess að Bandaríkjamenn ákváðu að framlengja tímabundna vernd Venesúelabúa í landinu um átján mánuði sökum ástandsins þar í landi. Á það þó eingöngu við um þá sem komu til Bandaríkjaríkjanna og fengu landvistarleyfi fyrir 31. júlí þessa árs. Uppfært 4. október Vinnumálastofnun segir í tilkynningu á vef sínum að útgefin bráðabirgðaatvinnuleyfi til íbúa frá Venesúela séu 56 talsins frá 1. janúar 2022. Því sé það rangt sem fram komi í máli Helga lögmanns að stór hluti umrædds hóps sé starfandi með slíkt atvinnuleyfi. Stofnunin áréttar að hún býr ekki yfir neinni tölfræði um atvinnuþátttöku íbúa frá Venesúela sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Hælisleitendur frá Venesúela eru hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Greint hefur verið frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelji hér á landi og bíði nú eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Af þeim fimmtán hundruð sem nú bíða niðurstöðu eru margir með atvinnu hér. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu var atvinnuþátttaka 647 flóttamanna sem komu Íslands frá Venesúela á árunum 2018 til 2022 86,5 prósent. Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður, segir yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu vera starfandi. „Bæði eftir að hafa hlotið vernd og einnig mjög stór hluti sem nýtir sér úrræðið að vera með bráðabirgðaatvinnuleyfi á meðan umsóknin er til meðferðar,“ segir hann. Unnur Sverrisdóttir, fortjóri Vinnumálastofnunar, segir engar tölur til í þeirra skrám um fjölda starfandi. „Þetta fólk fékk flest mannúðarleyfi og viðbótarvernd og slíkum dvalarleyfum fylgir líka réttur til vinnu þannig það er ekki skráð hjá okkur hversu margir eru í vinnu af þessum hópi. Þau koma í rauninni aldrei inn á borð hjá okkur,“ segir Unnur. Atvinnuþátttaka flóttafólks hafi þó verið mjög góð hingað til. „Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“ Venesúelabúum sem fréttastofa ræddi við á laugardag þykir ákvörðun íslenskra stjórnvalda furðuleg. Sér í lagi í ljósi þess að Bandaríkjamenn ákváðu að framlengja tímabundna vernd Venesúelabúa í landinu um átján mánuði sökum ástandsins þar í landi. Á það þó eingöngu við um þá sem komu til Bandaríkjaríkjanna og fengu landvistarleyfi fyrir 31. júlí þessa árs. Uppfært 4. október Vinnumálastofnun segir í tilkynningu á vef sínum að útgefin bráðabirgðaatvinnuleyfi til íbúa frá Venesúela séu 56 talsins frá 1. janúar 2022. Því sé það rangt sem fram komi í máli Helga lögmanns að stór hluti umrædds hóps sé starfandi með slíkt atvinnuleyfi. Stofnunin áréttar að hún býr ekki yfir neinni tölfræði um atvinnuþátttöku íbúa frá Venesúela sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hér á landi.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53
Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01