Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 12:54 Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari í málinu. Steinbergur Finnbogason er réttargæslumaður í málinu. Vísir/Vilhelm Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46