Depardieu segir mannorði sínu hafa verið rústað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2023 15:58 Gérard Depardieu segir fjölmiðla hafa rústað mannorði sínu. Kay Nietfeld/Getty Images Gérard Depardieu hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um meint kynferðisofbeldi og áreitni. Hann fullyrðir að fjölmiðlar hafi rústað mannorði hans. Þrettán konur hafa sakað hann hið meinta ofbeldi. Þær stigu fram í apríl síðastliðnum. Ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún segist hafa verið áreitt á tökustað af leikaranum. Depardiu er 74 ára gamall og líklega þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt sem Steinríkur í kvikmyndunum um ævintýri Ástríks og Steinríks. Hann tjáir sig nú um ásakanirnar í opnu bréfi í franska dagblaðinu Le Figaro. „Vegna þess mannorðsmorðs sem ég hef orðið fyrir af hálfu dómstóls götunnar, þá er það eina sem ég get gert að koma sjálfum mér til varnar,“ skrifar leikarinn. Hann hefur ávallt neitað sök vegna málanna sem ná allt til ársins 2000. Lögregla hóf fyrst rannsókn á meintum brotum leikarans í ágúst árið 2018. Þá sakaði 22 ára gömul leikkona hann um að hafa nauðgað sér fyrr í mánuðinum. Rannsókn þess máls er enn í gangi. Franskir fjölmiðlar gerðu ásakanir á hendur leikaranum að umfjöllunarefni fyrr á þessu ári og kom þá í ljós að fjöldi kvenna sem hafi sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikarans væri þrettán. Ein þeirra segist hafa verið aukaleikari í kvikmynd sem Depardiue lék í. Á tökustað hafi hann sett hendi sína undir kjól hennar og reynt að komast ofan í nærbuxurnar hennar. Hún segist hafa ýtt hendi leikarans í burtu en hann varð reiður og reyndi aftur. Önnur kona lýsti því að þegar hún var sautján ára hafi Depardiue káfað á brjóstum hennar fyrir framan fullt af fólki á tökustað. Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Þrettán konur hafa sakað hann hið meinta ofbeldi. Þær stigu fram í apríl síðastliðnum. Ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún segist hafa verið áreitt á tökustað af leikaranum. Depardiu er 74 ára gamall og líklega þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt sem Steinríkur í kvikmyndunum um ævintýri Ástríks og Steinríks. Hann tjáir sig nú um ásakanirnar í opnu bréfi í franska dagblaðinu Le Figaro. „Vegna þess mannorðsmorðs sem ég hef orðið fyrir af hálfu dómstóls götunnar, þá er það eina sem ég get gert að koma sjálfum mér til varnar,“ skrifar leikarinn. Hann hefur ávallt neitað sök vegna málanna sem ná allt til ársins 2000. Lögregla hóf fyrst rannsókn á meintum brotum leikarans í ágúst árið 2018. Þá sakaði 22 ára gömul leikkona hann um að hafa nauðgað sér fyrr í mánuðinum. Rannsókn þess máls er enn í gangi. Franskir fjölmiðlar gerðu ásakanir á hendur leikaranum að umfjöllunarefni fyrr á þessu ári og kom þá í ljós að fjöldi kvenna sem hafi sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikarans væri þrettán. Ein þeirra segist hafa verið aukaleikari í kvikmynd sem Depardiue lék í. Á tökustað hafi hann sett hendi sína undir kjól hennar og reynt að komast ofan í nærbuxurnar hennar. Hún segist hafa ýtt hendi leikarans í burtu en hann varð reiður og reyndi aftur. Önnur kona lýsti því að þegar hún var sautján ára hafi Depardiue káfað á brjóstum hennar fyrir framan fullt af fólki á tökustað.
Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira