Aftur vekur Butler athygli fyrir útlit sitt á fjölmiðladegi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 23:00 Jimmy Butler heldur áfram að koma á óvart. Sam Navarro/Getty Images Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að hárgreiðslum og útliti á fjölmiðladegi NBA-deildarinnar. Upphaf hvers NBA-tímabils hefst með hinum svokallaða „fjölmiðladegi.“ Þar mæta leikmenn og þjálfarar, svara stöðluðum spurningum með stöðluðum svörum og fara svo heim. Hinn 34 ára gamli Jimmy Butler vill hins vegar meira krydd í líf sitt og hefur því tekið upp á því að mæta til leiks nærri óþekkjanlegur. Í fyrra mætti hann til baka með þungar fléttur betur þekktar sem dreadlocks. Hann sagðist einfaldlega vera að þessu til að gera fólk á veraldarvefnum brjálað. Þá lofaði hann einnig að hárið yrði eðlilegra þegar deildin færi af stað. Hárið var öllu styttra í þetta skiptið, hvort hann hafi ekki nennt að safna eða fara í hárlengingar er ekki vitað, en hann lagði þó mikla vinnu í útlitið á fjölmiðladeginum. Jimmy Butler's new look for Heat Media Day (via @MiamiHEAT)pic.twitter.com/GIKry8asXM— Bleacher Report (@BleacherReport) October 2, 2023 Það var ekki aðeins boðið upp á slétt hár heldur var Butler með þrjá hringi í neðri vörinni, hring í nefinu og pinna við augabrúnina. Hvort hringirnir eru alvöru er heldur ekki vitað. Jimmy Butler takes the podium in style #NBAMediaDay pic.twitter.com/XxfZyF9Tse— NBA (@NBA) October 2, 2023 „Ég er mjög tilfinningaríkur þessa stundina. Þetta er emo-hliðarsjálfið mitt og mér líkar vel við það, þetta er ég. Þetta lýsir tilfinningum mínum undanfarið,“ sagði Butler aðspurður út í útlit sitt. Hvort hann sé að vísa í að stórskyttan Damian Lillard hafi ákveðið að ganga í raðir Milwaukee Bucks þegar hann virtist aðeins vilja ganga í raðir Miami Heat er einnig óvitað en ætla má að Butler sé að senda einhverskonar skilaboð. I m emo - Jimmy Butler (Via @ByTimReynolds ) pic.twitter.com/IrL9Nqqvyv— NBACentral (@TheDunkCentral) October 2, 2023 Miami Heat endaði í 7. sæti Austurdeildar á síðustu leiktíð og fór því í umspil. Liðið komst inn í gegnum umspilið og fór á endanum alla leið í úrslit þar sem það tapaði 1-4 gegn Denver Nuggets. Körfubolti NBA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira
Upphaf hvers NBA-tímabils hefst með hinum svokallaða „fjölmiðladegi.“ Þar mæta leikmenn og þjálfarar, svara stöðluðum spurningum með stöðluðum svörum og fara svo heim. Hinn 34 ára gamli Jimmy Butler vill hins vegar meira krydd í líf sitt og hefur því tekið upp á því að mæta til leiks nærri óþekkjanlegur. Í fyrra mætti hann til baka með þungar fléttur betur þekktar sem dreadlocks. Hann sagðist einfaldlega vera að þessu til að gera fólk á veraldarvefnum brjálað. Þá lofaði hann einnig að hárið yrði eðlilegra þegar deildin færi af stað. Hárið var öllu styttra í þetta skiptið, hvort hann hafi ekki nennt að safna eða fara í hárlengingar er ekki vitað, en hann lagði þó mikla vinnu í útlitið á fjölmiðladeginum. Jimmy Butler's new look for Heat Media Day (via @MiamiHEAT)pic.twitter.com/GIKry8asXM— Bleacher Report (@BleacherReport) October 2, 2023 Það var ekki aðeins boðið upp á slétt hár heldur var Butler með þrjá hringi í neðri vörinni, hring í nefinu og pinna við augabrúnina. Hvort hringirnir eru alvöru er heldur ekki vitað. Jimmy Butler takes the podium in style #NBAMediaDay pic.twitter.com/XxfZyF9Tse— NBA (@NBA) October 2, 2023 „Ég er mjög tilfinningaríkur þessa stundina. Þetta er emo-hliðarsjálfið mitt og mér líkar vel við það, þetta er ég. Þetta lýsir tilfinningum mínum undanfarið,“ sagði Butler aðspurður út í útlit sitt. Hvort hann sé að vísa í að stórskyttan Damian Lillard hafi ákveðið að ganga í raðir Milwaukee Bucks þegar hann virtist aðeins vilja ganga í raðir Miami Heat er einnig óvitað en ætla má að Butler sé að senda einhverskonar skilaboð. I m emo - Jimmy Butler (Via @ByTimReynolds ) pic.twitter.com/IrL9Nqqvyv— NBACentral (@TheDunkCentral) October 2, 2023 Miami Heat endaði í 7. sæti Austurdeildar á síðustu leiktíð og fór því í umspil. Liðið komst inn í gegnum umspilið og fór á endanum alla leið í úrslit þar sem það tapaði 1-4 gegn Denver Nuggets.
Körfubolti NBA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira