Boðar frekari breytingar í þágu aukinnar skilvirkni og sparnaðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 06:37 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þar sem gerðar verða frekari breytingar á útlendingalögum. Stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita einstaklingum mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tímamarka. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar. Í samantekt um frumvarpið sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda segir enn fremur að skipan kærunefndar útlendingamála verði breytt með það að markmiði að hámarka skilvirkni við meðferð og úrlausn kærumála. Þá verður reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Það stendur einnig til, samkvæmt samantektinni, að breyta eða fella niður eftirfarandi málsgrein: „Ef svo stendur á sem greinir í 1. mgr. skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. [Þá skal einnig taka umsókn til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram, enda hafi umsækjandi sjálfur, maki eða sambúðarmaki hans eða annar sem kemur fram gagnvart stjórnvöldum fyrir hans eða þeirra hönd ekki átt þátt í því að niðurstaða hafi ekki fengist innan tímamarka. Við mat á því hvort viðkomandi hafi borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi dvalist á ókunnum stað um tíma, framvísað fölsuðum skjölum við málsmeðferð umsóknar eða gefið misvísandi upplýsingar um auðkenni sitt, ekki mætt í boðað viðtal eða læknisskoðun eða að öðru leyti vanrækt eða ekki uppfyllt skyldur sínar við málsmeðferðina. Teljist umsækjandi á einhverjum tíma hafa tafið mál sitt samkvæmt framangreindu á hann ekki rétt á efnismeðferð á grundvelli tímafrestsins í þessari málsgrein.]“ Mat hefur verið lagt á ofangreindar breytingar þar sem segir að eitt af meginmarkmiðum þeirra sé að samræma löggjöf og framkvæmd „þessara mála“ við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkun hinna Norðurlandanna. Þá muni breytingarnar „tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns og auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar“. Þær muni gefa færi á aukinni skilvirkni og hafa jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs. Í samantektinni segir að umrædd atriði verði notuð sem mælikvarði á árangur og útkomu lagasetningarinnar. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita einstaklingum mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tímamarka. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar. Í samantekt um frumvarpið sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda segir enn fremur að skipan kærunefndar útlendingamála verði breytt með það að markmiði að hámarka skilvirkni við meðferð og úrlausn kærumála. Þá verður reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Það stendur einnig til, samkvæmt samantektinni, að breyta eða fella niður eftirfarandi málsgrein: „Ef svo stendur á sem greinir í 1. mgr. skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. [Þá skal einnig taka umsókn til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram, enda hafi umsækjandi sjálfur, maki eða sambúðarmaki hans eða annar sem kemur fram gagnvart stjórnvöldum fyrir hans eða þeirra hönd ekki átt þátt í því að niðurstaða hafi ekki fengist innan tímamarka. Við mat á því hvort viðkomandi hafi borið ábyrgð á töfum á afgreiðslu máls skal m.a. líta til þess hvort viðkomandi hafi dvalist á ókunnum stað um tíma, framvísað fölsuðum skjölum við málsmeðferð umsóknar eða gefið misvísandi upplýsingar um auðkenni sitt, ekki mætt í boðað viðtal eða læknisskoðun eða að öðru leyti vanrækt eða ekki uppfyllt skyldur sínar við málsmeðferðina. Teljist umsækjandi á einhverjum tíma hafa tafið mál sitt samkvæmt framangreindu á hann ekki rétt á efnismeðferð á grundvelli tímafrestsins í þessari málsgrein.]“ Mat hefur verið lagt á ofangreindar breytingar þar sem segir að eitt af meginmarkmiðum þeirra sé að samræma löggjöf og framkvæmd „þessara mála“ við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkun hinna Norðurlandanna. Þá muni breytingarnar „tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns og auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar“. Þær muni gefa færi á aukinni skilvirkni og hafa jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs. Í samantektinni segir að umrædd atriði verði notuð sem mælikvarði á árangur og útkomu lagasetningarinnar.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira