Gabríel vill líka leiða Uppreisn Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 10:20 Gabríel Ingimarsson er 24 ára viðskiptafræðingur. Aðsend Gabríel Ingimarsson hefur gefið kost á sér til embættis formanns Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi. Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel. Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel.
Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira