Átök ókunnugra kvenna við Petersen-svítuna enduðu fyrir dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 16:00 Lögreglubíll á gatnamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Árásin sem málið varðar átti sér stað við skemmtistað á síðarnefndu götunni. Ung kona var í dag dæmd í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás sem átti sér stað á djamminu í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021, nánar tiltekið fyrir framan Petersen-svítuna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Konan, sem neitaði sök, var ákærð fyrir að slá aðra stúlku í andlitið með hvítvínsflösku, en dómurinn taldi ekki hægt að sanna að árásin hafi verið framin með henni. Þó væri ljóst að konan hefði slegið aðra stúlku í andlitið. Í frumskýrslu lögreglu segir að lögregluþjónar hafi komið að vettvangi málsins um hálfeittleytið umrætt kvöld. Þeir hafi séð brotaþola málsins grátandi á jörðinni, í uppnámi og með blóðnasir. Hún sagðist hafa verið að ganga niður Ingólfsstræti þegar konan kom til hennar og verið með skæting. Þá hafi konan tekið síman af sér og kastað honum. Sjálf sagðist hún hafa sótt símann og gengið í burtu, en konan komið aftur að sér og lamið hana með hvítvínslösku í andlitið. Vinkona brotaþolans greindi frá málinu eins og það blasti við sér. Hún sagði að þær hafi verið staddar við Petersen-svítuna að ræða við einhverja stráka þegar ókunnuga konan hafi komið að vinkonu hennar og byrjað að rífast í henni. Hún sagðist hafa ítrekað hafa beðið hana um að hætta því og láta vinkonu sínu í friði, en hún ekki viljað hætta. Þá hafi konan tekið í hár sitt aftan frá og togað hana niður með þeim afleiðingum að hún skall með bakið í jörðina. Þá hafi konan kýlt vinkonu hennar. Vinkonan sagði ókunnugu konuna hafa verið þarna ásamt móður hennar og vinkonu. Ekki „fræðilegur möguleiki“ að hún hafi notað flöskuna Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan, sem grunuð var í málinu, aðspurð um meintan verknað sinn koma af fjöllum. Hún sagðist ekki muna eftir því að hafa slegið farsíma úr höndum stúlkunnar. Þá sagði hún að allir hafi verið drukknir fyrir utan Petersen-svítuna og þar hafi komið til rifrilda. Einhverjir hafi öskrað og einhver helt bjór yfir vinkonu sína. Hún sagðist muna eftir því „að hafa slegið á móti“ og kallað til einhvers fólks. Þegar henni var sýnd upptaka af meintri árás sinni með flöskunni svaraði hún: „Ég barði hana aldrei með flöskunni; ég augljóslega ýtti í hana, ég barði hana aldrei með flöskunni; það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Myndbandsupptakan segi meira en þúsund orð Umrædd myndbandsupptaka var lykilsönnunargagn málsins, en um var að ræða fjögurra mínútna upptöku úr öryggismyndavél Peterson-svítunnar sem er staðsett fyrir ofan anddyri staðarins Um þessa upptöku segir í dómnum: „Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð. Eftir margendurtekna skoðun á þeirri myndupptöku […] er það álit dómsins að téð spakmæli eigi allskostar við í máli þessu.“ Í dómnum segir að upptakan sýni glöggt þá atburðarrás sem eigi sér stað fyrir framan staðinn. Dómurinn segir að á upptökunni megi sjá þegar konan greiði hinni stúlkunni eitt högg í höfuð eða andlit. Þó segir að ekki verði ráðið með neinni vissu um að hvítvínsflaska, sem konan sjáist halda á á upptökunni, hafi verið notuð sem vopn. Jafnframt sagði dómskvaddur læknir að ákverkar á nefi konunnar gætu hafa orsakast af hnefahöggi. Því mat dómurinn svo að ekki væri sannað að konan hafi beytt flöskunni í árásinni. Líkt og áður segir hlaut konan þrjátíu daga skilorðsbundin dóm, og er gert að greiða tæplega 500 þúsund krónur í sakarkostnað. Reykjavík Dómsmál Næturlíf Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Konan, sem neitaði sök, var ákærð fyrir að slá aðra stúlku í andlitið með hvítvínsflösku, en dómurinn taldi ekki hægt að sanna að árásin hafi verið framin með henni. Þó væri ljóst að konan hefði slegið aðra stúlku í andlitið. Í frumskýrslu lögreglu segir að lögregluþjónar hafi komið að vettvangi málsins um hálfeittleytið umrætt kvöld. Þeir hafi séð brotaþola málsins grátandi á jörðinni, í uppnámi og með blóðnasir. Hún sagðist hafa verið að ganga niður Ingólfsstræti þegar konan kom til hennar og verið með skæting. Þá hafi konan tekið síman af sér og kastað honum. Sjálf sagðist hún hafa sótt símann og gengið í burtu, en konan komið aftur að sér og lamið hana með hvítvínslösku í andlitið. Vinkona brotaþolans greindi frá málinu eins og það blasti við sér. Hún sagði að þær hafi verið staddar við Petersen-svítuna að ræða við einhverja stráka þegar ókunnuga konan hafi komið að vinkonu hennar og byrjað að rífast í henni. Hún sagðist hafa ítrekað hafa beðið hana um að hætta því og láta vinkonu sínu í friði, en hún ekki viljað hætta. Þá hafi konan tekið í hár sitt aftan frá og togað hana niður með þeim afleiðingum að hún skall með bakið í jörðina. Þá hafi konan kýlt vinkonu hennar. Vinkonan sagði ókunnugu konuna hafa verið þarna ásamt móður hennar og vinkonu. Ekki „fræðilegur möguleiki“ að hún hafi notað flöskuna Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan, sem grunuð var í málinu, aðspurð um meintan verknað sinn koma af fjöllum. Hún sagðist ekki muna eftir því að hafa slegið farsíma úr höndum stúlkunnar. Þá sagði hún að allir hafi verið drukknir fyrir utan Petersen-svítuna og þar hafi komið til rifrilda. Einhverjir hafi öskrað og einhver helt bjór yfir vinkonu sína. Hún sagðist muna eftir því „að hafa slegið á móti“ og kallað til einhvers fólks. Þegar henni var sýnd upptaka af meintri árás sinni með flöskunni svaraði hún: „Ég barði hana aldrei með flöskunni; ég augljóslega ýtti í hana, ég barði hana aldrei með flöskunni; það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Myndbandsupptakan segi meira en þúsund orð Umrædd myndbandsupptaka var lykilsönnunargagn málsins, en um var að ræða fjögurra mínútna upptöku úr öryggismyndavél Peterson-svítunnar sem er staðsett fyrir ofan anddyri staðarins Um þessa upptöku segir í dómnum: „Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð. Eftir margendurtekna skoðun á þeirri myndupptöku […] er það álit dómsins að téð spakmæli eigi allskostar við í máli þessu.“ Í dómnum segir að upptakan sýni glöggt þá atburðarrás sem eigi sér stað fyrir framan staðinn. Dómurinn segir að á upptökunni megi sjá þegar konan greiði hinni stúlkunni eitt högg í höfuð eða andlit. Þó segir að ekki verði ráðið með neinni vissu um að hvítvínsflaska, sem konan sjáist halda á á upptökunni, hafi verið notuð sem vopn. Jafnframt sagði dómskvaddur læknir að ákverkar á nefi konunnar gætu hafa orsakast af hnefahöggi. Því mat dómurinn svo að ekki væri sannað að konan hafi beytt flöskunni í árásinni. Líkt og áður segir hlaut konan þrjátíu daga skilorðsbundin dóm, og er gert að greiða tæplega 500 þúsund krónur í sakarkostnað.
Reykjavík Dómsmál Næturlíf Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira