Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2023 19:30 Á Símamótinu í sumar var reynt að biðla til foreldra að draga úr æsingnum. Vísir/Ívar Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. Foreldrahegðun á íþróttamótum barna var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og hrópa oft á börnin. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá börnum sem snúa að foreldrum sem hafa öskrað á þau eftir leiki og þau eru spyrja mega foreldrar haga sér svona,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna. Slæm hegðun foreldra á íþróttamótum geti haft mikil áhrif á börnin. „Þetta er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir börnin. Við erum alveg sannfærð um það að við erum ekki að heyra frá börnum út af svona málum nema vegna þess að þetta liggur þungt á þeim og þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Börn eru að upplifa mikla pressu.““ Salvör Nordal umboðsmaður barna segir hegðun foreldra á íþróttamótum geta verið íþyngjandi fyrir börnin. Vísir/Einar Þannig sé pressan oft mikil á fleiri sviðum. „ Þetta er ekki bara í sambandi við íþróttir heldur líka bara almennt í sambandi við frammistöðu þeirra í skólanum eða öðrum tómstundum og börn eru að upplifa pressu að þau standi sig ekki og það eykur bara vanlíðan þeirra og jafnvel bara spillir auðvitað ánægju þeirra af því að stunda íþróttir og hvað annað sem þau eru að stunda.“ Þegar farið sé í skólana og félagsmiðstöðvar og rætt við börnin komi þessi mál oft upp. „Um leið og maður opnar umræðu á íþróttastarf barna við börn þá er þetta eitt af þeim atriðum sem kemur mjög sterkt fram. Ég held að það sé mjög mikilvægt að foreldrar hlusti á börnin og heyri þeirra sjónarmið.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Réttindi barna Fótbolti Tengdar fréttir Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Foreldrahegðun á íþróttamótum barna var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og hrópa oft á börnin. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá börnum sem snúa að foreldrum sem hafa öskrað á þau eftir leiki og þau eru spyrja mega foreldrar haga sér svona,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna. Slæm hegðun foreldra á íþróttamótum geti haft mikil áhrif á börnin. „Þetta er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir börnin. Við erum alveg sannfærð um það að við erum ekki að heyra frá börnum út af svona málum nema vegna þess að þetta liggur þungt á þeim og þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Börn eru að upplifa mikla pressu.““ Salvör Nordal umboðsmaður barna segir hegðun foreldra á íþróttamótum geta verið íþyngjandi fyrir börnin. Vísir/Einar Þannig sé pressan oft mikil á fleiri sviðum. „ Þetta er ekki bara í sambandi við íþróttir heldur líka bara almennt í sambandi við frammistöðu þeirra í skólanum eða öðrum tómstundum og börn eru að upplifa pressu að þau standi sig ekki og það eykur bara vanlíðan þeirra og jafnvel bara spillir auðvitað ánægju þeirra af því að stunda íþróttir og hvað annað sem þau eru að stunda.“ Þegar farið sé í skólana og félagsmiðstöðvar og rætt við börnin komi þessi mál oft upp. „Um leið og maður opnar umræðu á íþróttastarf barna við börn þá er þetta eitt af þeim atriðum sem kemur mjög sterkt fram. Ég held að það sé mjög mikilvægt að foreldrar hlusti á börnin og heyri þeirra sjónarmið.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Réttindi barna Fótbolti Tengdar fréttir Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00