Innlent

Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Hallgrímskirkju upp úr klukkan 10 í morgun.
Frá Hallgrímskirkju upp úr klukkan 10 í morgun. Vísir/Vilhelm

Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi.

Um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelja hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu í málum sínum hjá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Hluti þessa fólks er mætt á planið við Hallgrímskirkju.

Fólkið er með skilti þar sem það minnir á að mannréttindi skuli höfð í huga. Það segir að ástandið í Venesúela sé stórhættulegt og vísar til þess að um einræðisríki sé að ræða. Enginn velji flóttamannabúðir fram yfir öruggt land.

Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að atvinnuþátttaka flóttafólks hefði verið mjög góð.

„Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×