Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. október 2023 10:44 Nokkrar tegundir af tertum eru í boði á kaffihúsi Perlunnar. Sama verð er á þeim öllum, 2.490 krónur. Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. Á dögunum birti Óli Geir Jóhannesson færslu á Facebook hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.“ Óli birti mynd af köku, svampbotnatertu með jarðaberjarjóma. Sneiðin kostar 2.490 krónur en sama verð er á öllum tertusneiðum. Óli segist hafa orðið vitni af hópi ferðamanna sem hafi ætlað að fá sér veitingar á kaffihúsinu í Perlunni. Þeir hafi snarlega hætt við þegar þeir litu á verðmiðann á kræsingunum. Í samtali við fréttastofu segir Óli Geir að honum hafi ofboðið verðlagningin. „Mér ofbauð í fyrsta lagi að það sé verið að láta fólk borga sig inn í Perluna, þrátt fyrir að það sé að fara á kaffihús. Og verðið á veitingunum þarna, þetta er eins og heil máltíð á ódýrum veitingastað.“ Óli var staddur í Perlunni með hópi fólks sem hafði ætlað að fá sér veitingar og njóta útsýnisins. Þau hættu snarlega við þegar þau sáu verðið og fengu sér uppáhellt kaffi sem hann segir einnig hafa verið rándýrt. Þá hafi hann séð ferðamenn sem „kipptust við“ þegar þeir sáu verðið á veitingunum og hrökkluðust aftur út. Óli, sem sjálfur er bakari, segist gruna að terturnar séu ekki bakaðar á staðnum heldur séu fluttar frosnar til landsins. Perlan í Reykjavík er vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm Fréttastofa ræddi við Ármann Helgason, veitingastjóra Perlunnar sem þvertekur fyrir það að terturnar séu innfluttar. „Þær eru sérgerðar fyrir okkur, hann Örvar sem er með Nýja kökuhúsið bakar þær daglega. Með þessari kökusneið áttu að fá stóra ískúlu, vel af rjóma, og góða sneið sem er nærri 300 grömm, þetta er vel fyllandi kökusneið,“ segir Ármann. Blöskraði einnig verðið á kjötsúpu Óli gerði verðlagninu á kjötsúpu staðarins einnig að umtalsefni. Skammturinn af súpunni kostar 4.500 krónur. „Við erum að tala um svona fimmtíu grömm af kjöti, heitt vatn og grænmeti. Þetta er bara ósvífið,“ segir Óli. Ármann tekur undir þetta. Þetta er bara túristaverð. Því miður, þetta verð á kjötsúpunni, þetta er okur, ég er sammála því. Aðspurður um hvort Íslendingar fái betra verð segir Ármann að boðið sé upp á vildarkort sem gefi tíu prósent afslátt. Þá sé aðstæðan í Perlunni sérlega góð og útsýnið betra en á flestum öðrum stöðum. Fiskur og franskar fyrir fimm þúsund Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verðlagning á kaffihúsi og veitingastað Perlunnar er til umræðu í umræddum Facebook hóp. Í ágúst birti Anna Sigríður Einarsdóttir mynd af kvittun fyrir þremur kaffibollum og þremur kökusneiðum. Eins og sjá má greiddi hún tæplega tíu þúsund krónur fyrir herlegheitin. Eins og sjá má greiddi Anna tæplega tíu þúsund krónur fyrir þrjá kaffibolla og þrjár tertusneiðar. Facebook/ Anna Sigríður Einarsdóttir Undir færsluna sköpuðust miklar umræður og margir voru afar hneykslaðir á verðlaginu. Einnig hefur verðið á fiskmeti staðarins verið til umræðu, en skammturinn af plokkfisk kostar 4.650 krónur og fiskur og franskar 4.950 krónur. „Þetta er góður skammtur af fiski, ekki bara frosinn fiskur og ljótar kartöflur,“ segir Ármann. Aðspurður um hvernig reksturinn gangi segir hann að nú sé að hægjast á. „Slow season er að koma inn í veitingarekstur yfir höfuð. Við erum að fara að endurskoða allt fyrir komandi tíma, nóvember og desember.“ Matseðillinn á kaffihúsi Perlunnar.Perlan Verðlag Veitingastaðir Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Á dögunum birti Óli Geir Jóhannesson færslu á Facebook hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.“ Óli birti mynd af köku, svampbotnatertu með jarðaberjarjóma. Sneiðin kostar 2.490 krónur en sama verð er á öllum tertusneiðum. Óli segist hafa orðið vitni af hópi ferðamanna sem hafi ætlað að fá sér veitingar á kaffihúsinu í Perlunni. Þeir hafi snarlega hætt við þegar þeir litu á verðmiðann á kræsingunum. Í samtali við fréttastofu segir Óli Geir að honum hafi ofboðið verðlagningin. „Mér ofbauð í fyrsta lagi að það sé verið að láta fólk borga sig inn í Perluna, þrátt fyrir að það sé að fara á kaffihús. Og verðið á veitingunum þarna, þetta er eins og heil máltíð á ódýrum veitingastað.“ Óli var staddur í Perlunni með hópi fólks sem hafði ætlað að fá sér veitingar og njóta útsýnisins. Þau hættu snarlega við þegar þau sáu verðið og fengu sér uppáhellt kaffi sem hann segir einnig hafa verið rándýrt. Þá hafi hann séð ferðamenn sem „kipptust við“ þegar þeir sáu verðið á veitingunum og hrökkluðust aftur út. Óli, sem sjálfur er bakari, segist gruna að terturnar séu ekki bakaðar á staðnum heldur séu fluttar frosnar til landsins. Perlan í Reykjavík er vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm Fréttastofa ræddi við Ármann Helgason, veitingastjóra Perlunnar sem þvertekur fyrir það að terturnar séu innfluttar. „Þær eru sérgerðar fyrir okkur, hann Örvar sem er með Nýja kökuhúsið bakar þær daglega. Með þessari kökusneið áttu að fá stóra ískúlu, vel af rjóma, og góða sneið sem er nærri 300 grömm, þetta er vel fyllandi kökusneið,“ segir Ármann. Blöskraði einnig verðið á kjötsúpu Óli gerði verðlagninu á kjötsúpu staðarins einnig að umtalsefni. Skammturinn af súpunni kostar 4.500 krónur. „Við erum að tala um svona fimmtíu grömm af kjöti, heitt vatn og grænmeti. Þetta er bara ósvífið,“ segir Óli. Ármann tekur undir þetta. Þetta er bara túristaverð. Því miður, þetta verð á kjötsúpunni, þetta er okur, ég er sammála því. Aðspurður um hvort Íslendingar fái betra verð segir Ármann að boðið sé upp á vildarkort sem gefi tíu prósent afslátt. Þá sé aðstæðan í Perlunni sérlega góð og útsýnið betra en á flestum öðrum stöðum. Fiskur og franskar fyrir fimm þúsund Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verðlagning á kaffihúsi og veitingastað Perlunnar er til umræðu í umræddum Facebook hóp. Í ágúst birti Anna Sigríður Einarsdóttir mynd af kvittun fyrir þremur kaffibollum og þremur kökusneiðum. Eins og sjá má greiddi hún tæplega tíu þúsund krónur fyrir herlegheitin. Eins og sjá má greiddi Anna tæplega tíu þúsund krónur fyrir þrjá kaffibolla og þrjár tertusneiðar. Facebook/ Anna Sigríður Einarsdóttir Undir færsluna sköpuðust miklar umræður og margir voru afar hneykslaðir á verðlaginu. Einnig hefur verðið á fiskmeti staðarins verið til umræðu, en skammturinn af plokkfisk kostar 4.650 krónur og fiskur og franskar 4.950 krónur. „Þetta er góður skammtur af fiski, ekki bara frosinn fiskur og ljótar kartöflur,“ segir Ármann. Aðspurður um hvernig reksturinn gangi segir hann að nú sé að hægjast á. „Slow season er að koma inn í veitingarekstur yfir höfuð. Við erum að fara að endurskoða allt fyrir komandi tíma, nóvember og desember.“ Matseðillinn á kaffihúsi Perlunnar.Perlan
Verðlag Veitingastaðir Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira