Neistarnir hafa slokknað á milli þeirra og til marks um það hefur Svala fjarlægt langflestar myndir af Alexander, oftast nefndur Lexi Blaze, af Instagram-síðu sinni.
Parið byrjaði saman eftir samkvæmi í Garðabæ í fyrra sumar. Landsmenn hafa sýnt sambandi Svölu (46) og Lexa (25) mikinn áhuga undanfarið ár.
Nóg er um að vera hjá Svölu sem tók á dögunum þátt í herferð Bleiku slaufunnar.
Þá verður Svala í aðalhlutverki á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, föður hennar, þegar nær dregur jólum.