Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 61-67 | Haukar með góðan sigur að Hlíðarenda Andri Már Eggertsson skrifar 4. október 2023 21:45 vísir/hulda margrét Haukar unnu góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals þegar liðin mættust að Hlíðarenda í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann. Undir lokin voru Haukakonur hins vegar sterkari. Þær náðu áhlaupi á lokamínútunum sem Valskonur náðu ekki að svara. Rósa Björk Pétursdóttir setti góðar körfur fyrir gestina á meðan Valsmenn náðu ekki að svara hinum megin. Haukar unnu að lokum 67-61 sigur og fara því með stigin tvö heim í Hafnarfjörðinn. Haukar byrjuðu betur og heimakonur voru lengur í gang. Fyrsta karfa Vals kom eftir tæplega þrjár mínútur og Haukar svöruðu með fimm stigum í röð. Eftir því sem leið á fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn út og liðin keyrðu hratt en nýtingin var ekkert frábær. Eftir fyrsta leikhluta voru Haukar tveimur stigum yfir 14-16. Það var kraftur í varnarleik Hauka í upphafi annars leikhluta. Eftir tæplega tvær mínútur höfðu Haukar stolið þremur boltum og fengið hraðarsóknir í kjölfarið. Heimakonur náðu góðu áhlaupi í öðrum leikhluta þar sem þær gerðu tíu stig í röð. Haukar réðu illa við hæð Vals og fóru að safna sér villum. Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, náði sér í þrjár villur á stuttum tíma. Keira Robinson nældi sér einnig í þrjár villur í öðrum leikhluta sem gerði Haukum erfitt fyrir. Staðan í hálfleik var 36-32. Valur var með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik en heimakonur voru með 42 prósent skotnýtingu sem var töluvert betra en gestirnir. Haukar hittu aðeins úr einu þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik úr fimmtán tilraunum. Eftir að hafa verið undir í hálfleik tóku gestirnir úr Hafnarfirði frumkvæðið í síðari hálfleik. Haukar gerðu fyrstu sjö stigin í síðari hálfleik. Þriðji leikhluti endaði með skemmtilegum tilþrifum. Síðasta sókn Vals var afar vel útfærð þar sem boltinn gekk hratt og endaði á að Eydís Eva Þórisdóttir setti opið þriggja stiga skot. Haukar fengu síðustu sókn þriðja leikhluta sem endaði með að Rósa Björk Pétursdóttir setti erfitt sniðskot og fékk villu að auki. Staðan var jöfn 50-50 fyrir síðasta fjórðung. Haukar voru með yfirhöndina í fjórða leikhluta og eftir því sem fór að líða á varð þetta auðveldara fyrir gestina. Rósa Björk gerði mikilvæga körfu sem gaf gestunum sex stiga forystu þegar að mínúta var eftir og þá voru úrslitin ráðin. Haukar unnu á endanum sex stiga útisigur 61-67. Af hverju unnu Haukar? Það er auðvelt að taka undir með Bjarna Magnússyni að varnarleikur Hauka hafi unnið þennan leik. Skotnýting Haukar var ekki góð en varnarleikurinn var frábær þar sem Haukar þvinguðu Val í tapaða bolta og erfið skot. Hverjar stóðu upp úr? Rósa Björk Pétursdóttir kom með gott framlag af varamannabekknum. Rósa gerði 14 stig og tók 5 fráköst. Rósa setti niður afar mikilvægar körfur í fjórða leikhluta. Keira Robinson var stigahæst hjá Haukum með 20 stig. Keira tók einnig 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 5 boltum og endaði með 29 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Valur nýtti sér það afar illa þegar að Lovísa Björt Henningsdóttir og Keira Robinson voru komnar í villu vandræði í öðrum leikhluta. Rósa Björk fékk einnig þrjár villur undir lok fyrri hálfleiks en þrátt fyrir að vera með hávaxnara lið nýttu Valskonur það sér ekki. Hvað gerist næst? Næsta laugardag mætast Haukar og Njarðvík klukkan 16:15. Daginn eftir mætast Grindavík og Valur klukkan 19:15. Hjalti: Vorum verri sóknarlega en í Meistarakeppni KKÍ vísir/skjáskot Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir tap gegn Haukum. „Sóknarlega vorum við verri en í Meistarakeppni KKÍ. Við fórum aðeins að ráðast á körfuna í öðrum leikhluta en að öðru leyti vorum við bara að taka erfið skot,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Valur átti í erfiðleikum með varnarleik Hauka sem þvingaði Val í mikið af töpuðum boltum og erfiðum skotum. „Við vorum bara linar í öllum okkar aðgerðum. Við vissum að þær yrðu grimmar eins og þær voru síðast gegn okkur. Við vissum nákvæmlega hvernig þær myndu spila og við þurfum að gera miklu betur heldur en við gerðum í kvöld.“ Bæði lið hittu mjög illa og Hjalta fannst þetta ekki fallegur körfubolti sem var spilaður í kvöld. „Þetta var ekki góður körfubolti. Það lið sem tók völdin í fjórða leikhluta vann þennan leik og við þurfum að læra betur inn á hvor aðra. Þetta var fyrsti leikurinn hjá Kananum okkar og við þurfum að læra betur inn á hana og það mun koma,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deild kvenna Valur Haukar
Haukar unnu góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals þegar liðin mættust að Hlíðarenda í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann. Undir lokin voru Haukakonur hins vegar sterkari. Þær náðu áhlaupi á lokamínútunum sem Valskonur náðu ekki að svara. Rósa Björk Pétursdóttir setti góðar körfur fyrir gestina á meðan Valsmenn náðu ekki að svara hinum megin. Haukar unnu að lokum 67-61 sigur og fara því með stigin tvö heim í Hafnarfjörðinn. Haukar byrjuðu betur og heimakonur voru lengur í gang. Fyrsta karfa Vals kom eftir tæplega þrjár mínútur og Haukar svöruðu með fimm stigum í röð. Eftir því sem leið á fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn út og liðin keyrðu hratt en nýtingin var ekkert frábær. Eftir fyrsta leikhluta voru Haukar tveimur stigum yfir 14-16. Það var kraftur í varnarleik Hauka í upphafi annars leikhluta. Eftir tæplega tvær mínútur höfðu Haukar stolið þremur boltum og fengið hraðarsóknir í kjölfarið. Heimakonur náðu góðu áhlaupi í öðrum leikhluta þar sem þær gerðu tíu stig í röð. Haukar réðu illa við hæð Vals og fóru að safna sér villum. Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, náði sér í þrjár villur á stuttum tíma. Keira Robinson nældi sér einnig í þrjár villur í öðrum leikhluta sem gerði Haukum erfitt fyrir. Staðan í hálfleik var 36-32. Valur var með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik en heimakonur voru með 42 prósent skotnýtingu sem var töluvert betra en gestirnir. Haukar hittu aðeins úr einu þriggja stiga skoti í fyrri hálfleik úr fimmtán tilraunum. Eftir að hafa verið undir í hálfleik tóku gestirnir úr Hafnarfirði frumkvæðið í síðari hálfleik. Haukar gerðu fyrstu sjö stigin í síðari hálfleik. Þriðji leikhluti endaði með skemmtilegum tilþrifum. Síðasta sókn Vals var afar vel útfærð þar sem boltinn gekk hratt og endaði á að Eydís Eva Þórisdóttir setti opið þriggja stiga skot. Haukar fengu síðustu sókn þriðja leikhluta sem endaði með að Rósa Björk Pétursdóttir setti erfitt sniðskot og fékk villu að auki. Staðan var jöfn 50-50 fyrir síðasta fjórðung. Haukar voru með yfirhöndina í fjórða leikhluta og eftir því sem fór að líða á varð þetta auðveldara fyrir gestina. Rósa Björk gerði mikilvæga körfu sem gaf gestunum sex stiga forystu þegar að mínúta var eftir og þá voru úrslitin ráðin. Haukar unnu á endanum sex stiga útisigur 61-67. Af hverju unnu Haukar? Það er auðvelt að taka undir með Bjarna Magnússyni að varnarleikur Hauka hafi unnið þennan leik. Skotnýting Haukar var ekki góð en varnarleikurinn var frábær þar sem Haukar þvinguðu Val í tapaða bolta og erfið skot. Hverjar stóðu upp úr? Rósa Björk Pétursdóttir kom með gott framlag af varamannabekknum. Rósa gerði 14 stig og tók 5 fráköst. Rósa setti niður afar mikilvægar körfur í fjórða leikhluta. Keira Robinson var stigahæst hjá Haukum með 20 stig. Keira tók einnig 8 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 5 boltum og endaði með 29 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Valur nýtti sér það afar illa þegar að Lovísa Björt Henningsdóttir og Keira Robinson voru komnar í villu vandræði í öðrum leikhluta. Rósa Björk fékk einnig þrjár villur undir lok fyrri hálfleiks en þrátt fyrir að vera með hávaxnara lið nýttu Valskonur það sér ekki. Hvað gerist næst? Næsta laugardag mætast Haukar og Njarðvík klukkan 16:15. Daginn eftir mætast Grindavík og Valur klukkan 19:15. Hjalti: Vorum verri sóknarlega en í Meistarakeppni KKÍ vísir/skjáskot Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir tap gegn Haukum. „Sóknarlega vorum við verri en í Meistarakeppni KKÍ. Við fórum aðeins að ráðast á körfuna í öðrum leikhluta en að öðru leyti vorum við bara að taka erfið skot,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir leik. Valur átti í erfiðleikum með varnarleik Hauka sem þvingaði Val í mikið af töpuðum boltum og erfiðum skotum. „Við vorum bara linar í öllum okkar aðgerðum. Við vissum að þær yrðu grimmar eins og þær voru síðast gegn okkur. Við vissum nákvæmlega hvernig þær myndu spila og við þurfum að gera miklu betur heldur en við gerðum í kvöld.“ Bæði lið hittu mjög illa og Hjalta fannst þetta ekki fallegur körfubolti sem var spilaður í kvöld. „Þetta var ekki góður körfubolti. Það lið sem tók völdin í fjórða leikhluta vann þennan leik og við þurfum að læra betur inn á hvor aðra. Þetta var fyrsti leikurinn hjá Kananum okkar og við þurfum að læra betur inn á hana og það mun koma,“ sagði Hjalti Þór að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum