Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna. Seðlabankastjóri segir þörf á því að hafa stýrivexti áfram háa til að hafa hemil á hagkerfinu. Mikilvægt sé fyrir lántakendur sem sjá fram á hærri afborganir að fara yfir sína stöðu.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti segir brýnt að fulltrúadeild Bandaríska þingsins bregðist skjótt við og kjósi nýjan forseta eftir að Kevin McCarthy var bolað úr embætti í gær.

Við ræðum við deildarstjóra hjá Rauða krossinum í beinni útsendingu um hugmyndir borgarstjóra um að opna neyslurými í bíl.

Þá fjöllum við um nýja stefnu um lagareldi sem matvælaráðherra kynnti í dag, sýnum frá bruna sem varð í íbúðarhúsi eftir að eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli og hittum eiganda elstu starfandi blómabúðar landsins sem hefur ákveðið að selja verslunina.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×