Líður að verri loftgæðum? Hólmfríður Sigþórsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 5. október 2023 10:32 Einn í viku deyr úr loftmengun Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans og rekur árlega um 7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar, hver flest orsakist af fínu svifryki.Loftmengun er efst á lista yfir umhverfisþætti sem hafa áhrif á lífeðlisfræðilega og ósmitandi sjúkdóma (Noncommunicable diseases, NCD). Meðal þessara sjúkdóma eru krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvarandi öndunarfærasjúkdómar. Fjölmörgum finnast þessar tölur tilheyra öðrum löndum en samkvæmt loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu má árlega rekja 60 ótímabær dauðsföll til útsetningar svifryks á Íslandi eins má rekja 204 töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þessa ógn er loftmengun ekki partur af Íslenskum lýðheilsuvísunum. Þetta sýnir hversu lítið vægi loftmengun fær, gefum henni gaum! Það hefur ekki tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins ættu að vinna markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Í þéttbýli er helsta uppspretta loftmengunar af mannavöldum samgöngur, annars vegar fíngerðar sótagnir sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar grófari agnir sem myndast við slit gatna (ráðandi þáttur er slit nagladekkja á slitlagi). Á vef Stjórnarráðsins segir að „loftgæði á Íslandi séu almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.“ Nokkrum sinnum er mörgum númerum og oft. Leyfilegt er að fara 35 sinnum yfir sólarhringsmörk svifryks ár hvert. Á Akureyri fór styrkur svifryks að meðaltali 26 sinnum yfir leyfileg sólarhrings heilsuverndarmörk (50 µg/m3 ) á árunum 2017 til 2019. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning. Yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma þannig að nánast aldrei sé farið yfir viðmiðunarmörk og allt gert til að koma í veg fyrir loftmengun af mannavöldum. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum fólks. Nægar heimildir ættu að vera í lögum og reglum svo ávallt megi tryggja loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um. Virðum Parma-yfirlýsingin þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Tryggjum loftgæði og leyfum leikskólabörnum í þéttbýli að komast út að leika í allan vetur. Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi VGÁlfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðsJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Einn í viku deyr úr loftmengun Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans og rekur árlega um 7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar, hver flest orsakist af fínu svifryki.Loftmengun er efst á lista yfir umhverfisþætti sem hafa áhrif á lífeðlisfræðilega og ósmitandi sjúkdóma (Noncommunicable diseases, NCD). Meðal þessara sjúkdóma eru krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvarandi öndunarfærasjúkdómar. Fjölmörgum finnast þessar tölur tilheyra öðrum löndum en samkvæmt loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu má árlega rekja 60 ótímabær dauðsföll til útsetningar svifryks á Íslandi eins má rekja 204 töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þessa ógn er loftmengun ekki partur af Íslenskum lýðheilsuvísunum. Þetta sýnir hversu lítið vægi loftmengun fær, gefum henni gaum! Það hefur ekki tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins ættu að vinna markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Í þéttbýli er helsta uppspretta loftmengunar af mannavöldum samgöngur, annars vegar fíngerðar sótagnir sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar grófari agnir sem myndast við slit gatna (ráðandi þáttur er slit nagladekkja á slitlagi). Á vef Stjórnarráðsins segir að „loftgæði á Íslandi séu almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.“ Nokkrum sinnum er mörgum númerum og oft. Leyfilegt er að fara 35 sinnum yfir sólarhringsmörk svifryks ár hvert. Á Akureyri fór styrkur svifryks að meðaltali 26 sinnum yfir leyfileg sólarhrings heilsuverndarmörk (50 µg/m3 ) á árunum 2017 til 2019. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning. Yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma þannig að nánast aldrei sé farið yfir viðmiðunarmörk og allt gert til að koma í veg fyrir loftmengun af mannavöldum. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum fólks. Nægar heimildir ættu að vera í lögum og reglum svo ávallt megi tryggja loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um. Virðum Parma-yfirlýsingin þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Tryggjum loftgæði og leyfum leikskólabörnum í þéttbýli að komast út að leika í allan vetur. Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi VGÁlfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðsJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar