Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 10:47 Eiðistorg er verslunarkjarni á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla. Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla.
Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira