Breytingin er á hraða snigilsins Guðný Jónsdóttir skrifar 5. október 2023 12:30 Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar