Viðskipti erlent

Danskir elli­líf­eyris­þegar mala gull á megrunar­lyfjum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu og Danir njóta vel.
Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu og Danir njóta vel. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE

Ofsa­gróði danska lyfja­fyrir­tækisins Novo Nor­disk vegna sölu þess á megruna­lyfinu Wegovy mun hafa gríðar­leg á­hrif á efna­hags­legan upp­gang í Dan­mörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjöl­marga Dani sem eru hlut­hafar í fyrir­tækinu. Hag­fræðingur segir þó ýmsar hættur felast í á­standinu fyrir efna­hag Dana.

Þetta kemur fram í um­fjöllun Reu­ters frétta­veitunnar sem gerir ofsa­gróða NovoNor­disk að um­fjöllunar­efni sínu. Þar er haft eftir danska hag­fræðingnum Lars Christen­sen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull.

Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðar­legra vin­sælda og er Novo Nor­disk nú verð­mætasta fyrir­tæki Evrópu. Wegovy er notað sem með­ferð við sykur­sýki 2 og of­fitu en lyfið dregur úr hungur­til­finningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrir­tækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðar­legra vinsælda.

„Við höfum ein­fald­lega fundið gull­æð,“ hefur Reu­ters eftir Lars Christian­sen, hag­fræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta á­vaxta hagnaðar fyrir­tækisins sér­stak­lega mikið þar sem gríðar­legur fjöldi lands­manna eigi hlut í fyrir­tækinu.

„En í því er jafn­framt fólgin gríðar­lega mikil á­hætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrir­tækið á hluta­bréfa­markaði en líka út af á­hrifum þess á sam­fé­lagið okkar,“ hefur Reu­ters eftir hag­fræðingnum.

Hann segir á­hrif vel­gengni fyrir­tækisins á danskt sam­fé­lag ó­tví­ræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hlut­hafar í fyrir­tækinu. Hluta­bréf í fyrir­tækinu hafa þre­faldast í verði síðan megrunar­lyfið kom út í júní 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×