Þægilegt hjá Liverpool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Öruggt hjá Liverpool.
Öruggt hjá Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL

Liverpool lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Royale Union SG frá Belgíu í Evrópudeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-0 þar sem Liverpool skoraði undir lok fyrri og seinni hálfleiks.

Ryan Gravenberch kom heimamönnum yfir á 44. mínútu þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Trent Alexander-Arnold. Anthony Moris, markvörður gestanna, vill eflaust ekki sjá markið aftur en hann missti boltann frá sér og Gravenberch gat ekki annað en skorað.

Síðari hálfleikur var engin flugeldasýning en Diogo Jota gulltryggði sigurinn með öðru marki heimamanna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-0. Liverpool hefur nú unnið átta heimaleiki í röð í Evrópu. 

Í hinum leik E-riðils vann Toulouse 1-0 sigur á LASK. Það þýðir að Liverpool er á toppnum með sex stig, Toulouse er með fjögur stig, Royale Union SG er með eitt stig á meðan LASK er án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira