Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-32 | Öruggt hjá gestunum Kári Mímisson skrifar 5. október 2023 23:10 FH vann góðan sigur. vísir/diego Fram tók á móti FH í 5. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var FH í öðru sæti deildarinnar með átta stig á meðan Fram sat í því áttunda með þrjú. Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem unnu sannfærandi átta marka sigur í dag gegn lánlausum Framörum, lokatölur 24-32. FH byrjaði leikinn miklu betur hér í Úlfarsárdalnum. Eftir að hafa skorað fyrsta markið stakk liðið heimamenn fljótlega af og var komið 5-12 yfir eftir aðeins 15. mínútur. Það var ekki að sjá að liðið saknaði Arons Pálmarssonar sem gat ekki leikið með FH í dag vegna bakmeiðsla. Á sama tíma sáu Framarar ekki til sólar í sókninni ásamt því að fá á sig fullmikið af óþarfa brottvísunum. En Framarar gáfust ekki upp og tókst á afar skömmum tíma að minnka muninn niður í eitt mark, 12-13. Þar munaði helst um frammistöðu Arnórs Mána Daðasonar, markvarðar Fram, sem hélt heimamönnum á lífi með því að verja 10 bolta í fyrri hálfleik þar af eitt víti ásamt nokkrum dauðafærum. Staðan í hálfleik 14-16 fyrir gestina úr Hafnarfirði sem gátu þakkað frábærri spilamennsku í upphafi leiks fyrir forystuna en á sama tíma svekkt sig á því að hafa farið illa með fjölmörg dauðafæri. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og tókst gestunum að auka forystu sína í sex mörk snemma í hálfleiknum. Lánið lék á sama tíma ekki fyrir heimamenn sem misstu Reyni Þór Stefánsson út af með rautt spjald eftir að hann hafði farið harkalega í andlitið á Einari Braga Aðalsteinssyni. Algjört óviljaverk en engu að síður rautt spjald. Framarar lögðu þó ekki árar í bát og náðu ágætis áhlaupi á FH en náðu þó aldrei að minnka muninn í meira en þrjú mörk. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum átti liðið möguleika á því að koma leiknum niður í tvö mörk. FH-ingar tóku þá leikhlé og stilltu heldur betur strengi sína því liðið skoraði síðustu fimm mörk leiksins og vann að lokum afar sannfærandi átta marka sigur 24-32. Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði FH með sjö mörk úr tíu skotum og næstur á eftir honum var Einar Bragi Aðalsteinsson með fimm mörk úr átta skotum. Hjá Fram var það Rúnar Kárason sem hélt sóknarleik liðsins uppi en hann skoraði tíu mörk úr sextán skotum. Daníel Freyr Andrésson varði tólf skot í marki FH (38 prósent) og þá varði Arnór Máni Daðason 17 skot (35 prósent) fyrir Fram en Arnór átti mjög góðan leik fyrir Fram og hélt liðinu algjörlega inni í leiknum á köflum. Af hverju vann FH? Liðið var miklu betra í dag bæði í vörn og sókn. Það var ekki að sjá að FH-ingar söknuðu Arons Pálmarsson. Varnarleikurinn var mjög góður hjá gestunum í kvöld og sóknarleikurinn á köflum. Stórgóð frammistaða í heild sinni hjá FH. Hverjir stóðu upp úr? Jóhannes Berg og Einar Bragi voru frábærir hjá FH. Framtíðin er svo sannarlega hjá þessum ungu og efnilegu leikmönnum FH og það verður spennandi að sjá FH liðið með þessa tvo ungu og efnilega leikmenn hliðin á reynslunni í Aroni og Ásbirni. Arnór Daði, markvörður Fram átti svo mjög góðan leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Það gekk hreinlega allt á afturfótunum hjá Fram á köflum í þessum leik. Óþarfa brottvísanir, fóru illa með dauðafærin og varnarleikurinn var ekki góður í dag. Mér þykir það eiginlega ótrúlegt að liðið hafi enn verið inni í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir. Lykilleikmenn eins og Þorsteinn Gauti og Marco Coric fundu sig engan veginn í leiknum í dag. Hvað gerist næst? FH fær nýliða HK í heimsókn í næsta leik á meðan Fram fer til Selfoss. Leikur FH og HK er næstkomandi þriðjudag og hefst klukkan 19:30 á meðan leikur Selfoss og Fram er á fimmtudaginn eftir viku og hefst sömuleiðis klukkan 19:30. Viðtal Sigursteinn Arndal Mikilvægt fyrir okkur og í rauninni landsliðið líka að hann nái sínum vopnum á ný Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var glaður þegar hann mætti í viðtal eftir sigurinn í kvöld. Hann taldi frammistöðu liðsins vera góða í dag en vildi þó meina að liðið hefði geta klárað leikinn fyrr. „Þetta var bara góð frammistaða hjá okkur. Við tókum frumkvæðið í þessum leik snemma og náðum að halda því til enda. Við spiluðum að mörgu leyti vel, klikkuðum smávegis af færum og hefðum mögulega getað klárað leikinn fyrr en það er bara ekki hægt að fara fram á það í öllum leikjum. Ég er ánægður með frammistöðu liðsins í heildina, vörnin var góð og markmennirnir duttu svo inn í seinni hálfleik. Þetta var því bara mjög flott.“ FH náði í tvígang góðri forystu í leiknum áður en þeir gerðu úti um hann undir lokin. Framarar komu þó til baka í tvígang. Sigursteinn segir að handbolti sé leikur áhlaupanna og telur að liðið hafi svarað vel fyrir sig. „Ég myndi bara segja að svona er handbolti, svona sveiflur gerast bara. Handbolti er leikur áhlaupa og þeir áttu þau nokkur en svo náðum við bara aftur frumkvæðinu og bjuggum okkur til nýtt forskot aftur. Svona er handboltinn.“ Þegar skammt var eftir af leiknum tók FH leikhlé og eftir það kom 5-0 kafli hjá liðinu. Hvað var rætt um í þessu leikhléi? „Við vorum bara að skipuleggja síðustu sóknirnar og brýna fyrir mönnum að klára ákveðna hluti sem að við höfðum verið að gera vel.“ Aron Pálmarsson var ekki með FH í dag. Sigursteinn segir hann vera meiddan en það eigi þó ekki að vera langt í hann. Liðið eigi eftir að hvíla hann á næstunni og vonast til í að hann verði tilbúinn fljótlega aftur í átökin með FH sem og landsliðinu. „Aron er bara meiddur en við fengum þó nokkuð jákvæð tíðindi í dag. Hann er búinn að vera í smá brasi og við höfum ekki vitað nákvæmlega hvað það hefur verið en við fengum ágætis greiningu á því í dag. Það á ekki að vera neitt stórmál sem á að taka einhvern svakalega langan tíma en við gefum honum þann tíma til að jafna sig því að það er mikilvægt fyrir okkur og í rauninni landsliðið líka að hann nái sínum vopnum á ný til að geta spilað á fullum krafti. Það má ekki reikna með honum í næsta leik en við erum ekki að tala um að hann verði í burtu í einhvern langan tíma.“ En hvernig metur Sigursteinn byrjunina á tímabilinu hjá FH? „Tapið gegn Val svíður enn en almennt erum við búnir að byrja þetta nokkuð sannfærandi. Það eru öll lið á þessum tíma árs að byggja upp sitt lið og þétta sig með hverri vikunni. Við ætum að nota hverja viku vel og erum a fara í mjög þétt prógramm núna með Evrópukeppninni.“ Olís-deild karla Fram FH
Fram tók á móti FH í 5. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var FH í öðru sæti deildarinnar með átta stig á meðan Fram sat í því áttunda með þrjú. Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem unnu sannfærandi átta marka sigur í dag gegn lánlausum Framörum, lokatölur 24-32. FH byrjaði leikinn miklu betur hér í Úlfarsárdalnum. Eftir að hafa skorað fyrsta markið stakk liðið heimamenn fljótlega af og var komið 5-12 yfir eftir aðeins 15. mínútur. Það var ekki að sjá að liðið saknaði Arons Pálmarssonar sem gat ekki leikið með FH í dag vegna bakmeiðsla. Á sama tíma sáu Framarar ekki til sólar í sókninni ásamt því að fá á sig fullmikið af óþarfa brottvísunum. En Framarar gáfust ekki upp og tókst á afar skömmum tíma að minnka muninn niður í eitt mark, 12-13. Þar munaði helst um frammistöðu Arnórs Mána Daðasonar, markvarðar Fram, sem hélt heimamönnum á lífi með því að verja 10 bolta í fyrri hálfleik þar af eitt víti ásamt nokkrum dauðafærum. Staðan í hálfleik 14-16 fyrir gestina úr Hafnarfirði sem gátu þakkað frábærri spilamennsku í upphafi leiks fyrir forystuna en á sama tíma svekkt sig á því að hafa farið illa með fjölmörg dauðafæri. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og tókst gestunum að auka forystu sína í sex mörk snemma í hálfleiknum. Lánið lék á sama tíma ekki fyrir heimamenn sem misstu Reyni Þór Stefánsson út af með rautt spjald eftir að hann hafði farið harkalega í andlitið á Einari Braga Aðalsteinssyni. Algjört óviljaverk en engu að síður rautt spjald. Framarar lögðu þó ekki árar í bát og náðu ágætis áhlaupi á FH en náðu þó aldrei að minnka muninn í meira en þrjú mörk. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum átti liðið möguleika á því að koma leiknum niður í tvö mörk. FH-ingar tóku þá leikhlé og stilltu heldur betur strengi sína því liðið skoraði síðustu fimm mörk leiksins og vann að lokum afar sannfærandi átta marka sigur 24-32. Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði FH með sjö mörk úr tíu skotum og næstur á eftir honum var Einar Bragi Aðalsteinsson með fimm mörk úr átta skotum. Hjá Fram var það Rúnar Kárason sem hélt sóknarleik liðsins uppi en hann skoraði tíu mörk úr sextán skotum. Daníel Freyr Andrésson varði tólf skot í marki FH (38 prósent) og þá varði Arnór Máni Daðason 17 skot (35 prósent) fyrir Fram en Arnór átti mjög góðan leik fyrir Fram og hélt liðinu algjörlega inni í leiknum á köflum. Af hverju vann FH? Liðið var miklu betra í dag bæði í vörn og sókn. Það var ekki að sjá að FH-ingar söknuðu Arons Pálmarsson. Varnarleikurinn var mjög góður hjá gestunum í kvöld og sóknarleikurinn á köflum. Stórgóð frammistaða í heild sinni hjá FH. Hverjir stóðu upp úr? Jóhannes Berg og Einar Bragi voru frábærir hjá FH. Framtíðin er svo sannarlega hjá þessum ungu og efnilegu leikmönnum FH og það verður spennandi að sjá FH liðið með þessa tvo ungu og efnilega leikmenn hliðin á reynslunni í Aroni og Ásbirni. Arnór Daði, markvörður Fram átti svo mjög góðan leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Það gekk hreinlega allt á afturfótunum hjá Fram á köflum í þessum leik. Óþarfa brottvísanir, fóru illa með dauðafærin og varnarleikurinn var ekki góður í dag. Mér þykir það eiginlega ótrúlegt að liðið hafi enn verið inni í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir. Lykilleikmenn eins og Þorsteinn Gauti og Marco Coric fundu sig engan veginn í leiknum í dag. Hvað gerist næst? FH fær nýliða HK í heimsókn í næsta leik á meðan Fram fer til Selfoss. Leikur FH og HK er næstkomandi þriðjudag og hefst klukkan 19:30 á meðan leikur Selfoss og Fram er á fimmtudaginn eftir viku og hefst sömuleiðis klukkan 19:30. Viðtal Sigursteinn Arndal Mikilvægt fyrir okkur og í rauninni landsliðið líka að hann nái sínum vopnum á ný Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var glaður þegar hann mætti í viðtal eftir sigurinn í kvöld. Hann taldi frammistöðu liðsins vera góða í dag en vildi þó meina að liðið hefði geta klárað leikinn fyrr. „Þetta var bara góð frammistaða hjá okkur. Við tókum frumkvæðið í þessum leik snemma og náðum að halda því til enda. Við spiluðum að mörgu leyti vel, klikkuðum smávegis af færum og hefðum mögulega getað klárað leikinn fyrr en það er bara ekki hægt að fara fram á það í öllum leikjum. Ég er ánægður með frammistöðu liðsins í heildina, vörnin var góð og markmennirnir duttu svo inn í seinni hálfleik. Þetta var því bara mjög flott.“ FH náði í tvígang góðri forystu í leiknum áður en þeir gerðu úti um hann undir lokin. Framarar komu þó til baka í tvígang. Sigursteinn segir að handbolti sé leikur áhlaupanna og telur að liðið hafi svarað vel fyrir sig. „Ég myndi bara segja að svona er handbolti, svona sveiflur gerast bara. Handbolti er leikur áhlaupa og þeir áttu þau nokkur en svo náðum við bara aftur frumkvæðinu og bjuggum okkur til nýtt forskot aftur. Svona er handboltinn.“ Þegar skammt var eftir af leiknum tók FH leikhlé og eftir það kom 5-0 kafli hjá liðinu. Hvað var rætt um í þessu leikhléi? „Við vorum bara að skipuleggja síðustu sóknirnar og brýna fyrir mönnum að klára ákveðna hluti sem að við höfðum verið að gera vel.“ Aron Pálmarsson var ekki með FH í dag. Sigursteinn segir hann vera meiddan en það eigi þó ekki að vera langt í hann. Liðið eigi eftir að hvíla hann á næstunni og vonast til í að hann verði tilbúinn fljótlega aftur í átökin með FH sem og landsliðinu. „Aron er bara meiddur en við fengum þó nokkuð jákvæð tíðindi í dag. Hann er búinn að vera í smá brasi og við höfum ekki vitað nákvæmlega hvað það hefur verið en við fengum ágætis greiningu á því í dag. Það á ekki að vera neitt stórmál sem á að taka einhvern svakalega langan tíma en við gefum honum þann tíma til að jafna sig því að það er mikilvægt fyrir okkur og í rauninni landsliðið líka að hann nái sínum vopnum á ný til að geta spilað á fullum krafti. Það má ekki reikna með honum í næsta leik en við erum ekki að tala um að hann verði í burtu í einhvern langan tíma.“ En hvernig metur Sigursteinn byrjunina á tímabilinu hjá FH? „Tapið gegn Val svíður enn en almennt erum við búnir að byrja þetta nokkuð sannfærandi. Það eru öll lið á þessum tíma árs að byggja upp sitt lið og þétta sig með hverri vikunni. Við ætum að nota hverja viku vel og erum a fara í mjög þétt prógramm núna með Evrópukeppninni.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik