Viðskipti innlent

Sex sagt upp hjá TM eða boðið skert starfs­hlut­fall

Jón Þór Stefánsson skrifar
Forstjóri TM segir að ekki verði ráðið í þær stöður sem hafa losnað að undanförnu.
Forstjóri TM segir að ekki verði ráðið í þær stöður sem hafa losnað að undanförnu. Vísir/Rakel

Tryggingafélagið TM ýmist sagði upp eða bauð sex starfsmönnum skert starfshlutfall í gær. Aðgerðirnar varða fimm mismunandi stöðugildi.

Félagið hefur verið að endurskoða áherslur í rekstri sínum sem hefur orðið til þess að stöðugildum hefur verið fækkað um níu á undanförnum mánuðum. Hjá félaginu starfa hundrað starfsmenn.

Þetta kemur fram í svari frá Birki Jóhannssyni, forstjóra TM, við fyrirspurn fréttastofu. Hann tekur fram að ekki verði ráðið í þær stöður sem hafa losnað að undanförnu.

„Á undanförnum mánuðum höfum við verið að endurskoða áherslur í rekstri TM, með það að markmiði að skerpa á stefnu, auka skilvirkni og draga úr kostnaði. Sú endurskoðun leiddi því miður m.a. til fækkunar stöðugilda.“ segir í svari Birkis.

„Við sjáum eftir öflugu fólki og þökkum þeim fyrir vel unnin störf í þágu TM.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×