Rússneski auðjöfurinn og eigandi málaliðhópsins Wagner lést í ágúst síðastliðnum þegar flugvél hans hrapaði til jarðar þegar hann var á leið til Pétursborgar til Moskvu.
Því hefur verið haldið fram að flugvélin hafi verið skotin niður en einnig er talið að sprengja gæti hafa sprungið um borð.
Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum málum. Alls voru tíu um borð í flugvélinni. Þrír voru í áhöfn hennar en einnig voru nokkrir af leiðtogum Wagner.
Pútin sagði á fundi Valdai-hópsins í Moskvu í dag að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum þeirra um borð og útilokaði að utanaðkomandi eldflaug hafi grandað flugvélinni. Þetta hafi verið niðurstaða rannsakenda á dögunum. Rannsakendur hafa ekki gefið út skýrslu sína um tildrög þess að flugvélin hrapaði.