„Því miður entist þeim ekki aldur eins og fjölmörgum vöggustofubörnum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. október 2023 19:31 Árni H. Kristjánsson dvaldi á vöggustofu frá eins árs aldri til tveggja ára aldurs. Vísir/Einar Vöggustofubörn sættu illri meðferð að mati vöggustofunefndar. Þá virðast afdrif þeirra talsvert verri en annarra jafnaldra. Maður sem vistaður var á vöggustofu sem og einn þeirra fimmmenninga sem kallaði eftir því að starfsemin yrði rannsökuð segir niðurstöðuna áfellisdóm en henni fylgi þó líka mikill léttir. Nefnd sem falið var að rannsaka starfsemi Vöggustofu Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1949 til 1973 skilaði af sér rúmlega 250 blaðsíðna skýrslu í dag. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru sláandi. „Í stuttu máli er niðurstaðan sú að börn hafi í ákveðnum tilvikum og á ákveðnum tímabilum sætt illri meðferð á Vöggustofunum sem lýsir sér helst í því að það var tekið fyrir í raun allt samneyti foreldra við börnin á þessu tímabili. Þannig það verður ákveðið tengslarof,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar. Eftirlit takmarkað Í skýrslunni kemur fram að foreldrum barna hafi á tímabilum var meinað að umgangast börn sín á meðan þau voru í vistun, hvort sem það var að halda á þeim eða snerta. Foreldrar hafi einungis mátt sjá börnin í gegnum gler. Þá hafi opinbert eftirlit með starfseminni afar takmarkandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir skýrslu nefndarinnar áfall. „ Áfallið felst í því að nefndin dregur fram að þessar aðferðir, ill meðferð á börnum, var þvert á þá þekkingu sem þegar lá fyrir fyrir þessum 50 til 70 árum sem liðin eru,“ segir Dagur og bendir á að fólk hafi vitað betur og því sé ekki hægt að skrifa þetta á þekkingarleysi. Nefndin varpar ljósi á afrif vöggustofubarna í skýrslu sinni og eru þær niðurstöður ekki síður athyglisverðar. Samkvæmt gögnunum voru 13,9 prósent barna sem vistuð voru á Vöggustofunum árin 1949 til 1973 vistuð á öðrum stofnunum. Dánartíðni hærri Þá virðist dánartíðni þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur í vistun hærri en hjá öðrum jafnöldrum þeirra. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra látnir til samanburðar var dánartíðni allra jafnaldra þeirra 8,6 prósent. Þeir sem dvöldu á Vöggustofum eru jafnframt líklegri til að vera öryrkjar. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Kjartan segir erfitt að alhæfa um áhrifin á afdrif allra vöggustofubarna. „Þá telur nefndin það hafið yfir allan vafa að í mörgum tilvikum hafi þetta haft veruleg og varanleg áhrif á mörg börn sem voru vistuð þarna.“ Kolsvört skýrsla Einn fimmmenninganna sem barðist fyrir því að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar árið 2021 segir skýrsluna sigur. „Ég er bara ánægður með þetta. Við höfum náð því fram það sem við lögðum upp með á sínum tíma að fara fram á rannsókn og helst þannig að hún leiddi til þeirrar niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Skýrslan er kolsvört,“ segir Árni H. Kristjánsson en hann var vistaður á vöggustofu í eitt ár frá eins árs til tveggja ára aldurs. Eftir standa þrír Sumarið 2021 gengu þeir Árni , Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertsson á fund borgarstjóra þar sem þeir fóru fram á að úttekt yrði gerð á starfsemi vöggustofanna en þeir höfðu allir verið vistaðir þar sem ungabörn. Nú standa þeir hins vegar þrír eftir. „Því miður eru tveir fallnir frá, Fjölnir Geir Bragason og Hrafn Jökulsson, ég hefði svo sannarlega viljað að þeir væru hér í dag. Því þetta var þeim mikið hjartans mál en því miður entist þeim ekki aldur eins og fjölmörgum vöggustofubörnum,“ segir Árni. Vöggustofunefndin leggur nokkrar tillögur að úrbótum vegna málsins. Skaðabótaskyldu hins opinbera, einstaklingum verði boðin geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónusta og að eftirlit og framkvæmd á sviði barnaverndarmála verði skoðuð. Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Opið bréf til Borgarstjórnar Reykjavíkur Réttlæti gerir eftirfarandi athugasemdir við vinnubrögð í tengslum við „Frumvarp til laga um heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa“ 21. mars 2022 10:30 Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld. 10. mars 2022 16:48 Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. 5. júlí 2021 14:55 Ungir jafnaðarmenn vilja vöggustofur Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sjá úrræði í dagvistun barna frá sex til 18 mánaða aldri. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að athugaðir verðir möguleikar til að stofna vöggustofur að danskri fyrirmynd. 7. mars 2006 12:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Nefnd sem falið var að rannsaka starfsemi Vöggustofu Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1949 til 1973 skilaði af sér rúmlega 250 blaðsíðna skýrslu í dag. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru sláandi. „Í stuttu máli er niðurstaðan sú að börn hafi í ákveðnum tilvikum og á ákveðnum tímabilum sætt illri meðferð á Vöggustofunum sem lýsir sér helst í því að það var tekið fyrir í raun allt samneyti foreldra við börnin á þessu tímabili. Þannig það verður ákveðið tengslarof,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar. Eftirlit takmarkað Í skýrslunni kemur fram að foreldrum barna hafi á tímabilum var meinað að umgangast börn sín á meðan þau voru í vistun, hvort sem það var að halda á þeim eða snerta. Foreldrar hafi einungis mátt sjá börnin í gegnum gler. Þá hafi opinbert eftirlit með starfseminni afar takmarkandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir skýrslu nefndarinnar áfall. „ Áfallið felst í því að nefndin dregur fram að þessar aðferðir, ill meðferð á börnum, var þvert á þá þekkingu sem þegar lá fyrir fyrir þessum 50 til 70 árum sem liðin eru,“ segir Dagur og bendir á að fólk hafi vitað betur og því sé ekki hægt að skrifa þetta á þekkingarleysi. Nefndin varpar ljósi á afrif vöggustofubarna í skýrslu sinni og eru þær niðurstöður ekki síður athyglisverðar. Samkvæmt gögnunum voru 13,9 prósent barna sem vistuð voru á Vöggustofunum árin 1949 til 1973 vistuð á öðrum stofnunum. Dánartíðni hærri Þá virðist dánartíðni þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur í vistun hærri en hjá öðrum jafnöldrum þeirra. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra látnir til samanburðar var dánartíðni allra jafnaldra þeirra 8,6 prósent. Þeir sem dvöldu á Vöggustofum eru jafnframt líklegri til að vera öryrkjar. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Kjartan segir erfitt að alhæfa um áhrifin á afdrif allra vöggustofubarna. „Þá telur nefndin það hafið yfir allan vafa að í mörgum tilvikum hafi þetta haft veruleg og varanleg áhrif á mörg börn sem voru vistuð þarna.“ Kolsvört skýrsla Einn fimmmenninganna sem barðist fyrir því að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar árið 2021 segir skýrsluna sigur. „Ég er bara ánægður með þetta. Við höfum náð því fram það sem við lögðum upp með á sínum tíma að fara fram á rannsókn og helst þannig að hún leiddi til þeirrar niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Skýrslan er kolsvört,“ segir Árni H. Kristjánsson en hann var vistaður á vöggustofu í eitt ár frá eins árs til tveggja ára aldurs. Eftir standa þrír Sumarið 2021 gengu þeir Árni , Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertsson á fund borgarstjóra þar sem þeir fóru fram á að úttekt yrði gerð á starfsemi vöggustofanna en þeir höfðu allir verið vistaðir þar sem ungabörn. Nú standa þeir hins vegar þrír eftir. „Því miður eru tveir fallnir frá, Fjölnir Geir Bragason og Hrafn Jökulsson, ég hefði svo sannarlega viljað að þeir væru hér í dag. Því þetta var þeim mikið hjartans mál en því miður entist þeim ekki aldur eins og fjölmörgum vöggustofubörnum,“ segir Árni. Vöggustofunefndin leggur nokkrar tillögur að úrbótum vegna málsins. Skaðabótaskyldu hins opinbera, einstaklingum verði boðin geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónusta og að eftirlit og framkvæmd á sviði barnaverndarmála verði skoðuð.
Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Opið bréf til Borgarstjórnar Reykjavíkur Réttlæti gerir eftirfarandi athugasemdir við vinnubrögð í tengslum við „Frumvarp til laga um heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa“ 21. mars 2022 10:30 Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld. 10. mars 2022 16:48 Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. 5. júlí 2021 14:55 Ungir jafnaðarmenn vilja vöggustofur Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sjá úrræði í dagvistun barna frá sex til 18 mánaða aldri. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að athugaðir verðir möguleikar til að stofna vöggustofur að danskri fyrirmynd. 7. mars 2006 12:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Opið bréf til Borgarstjórnar Reykjavíkur Réttlæti gerir eftirfarandi athugasemdir við vinnubrögð í tengslum við „Frumvarp til laga um heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa“ 21. mars 2022 10:30
Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld. 10. mars 2022 16:48
Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. 5. júlí 2021 14:55
Ungir jafnaðarmenn vilja vöggustofur Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sjá úrræði í dagvistun barna frá sex til 18 mánaða aldri. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að athugaðir verðir möguleikar til að stofna vöggustofur að danskri fyrirmynd. 7. mars 2006 12:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent