Matthías Vilhjálmsson er sigurvegari sem þrífst best í umhverfi þar sem sigur er skylda frekar en forréttindi. Matthías er fjölhæfur leikmaður sem líður þó best sem fremsta manni. Flottustu mörk hans á ferlinum eiga nærri öll rætur sínar að rekja á sparkvöll á Ísafirði. Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Íslands- og bikarmeistarinn Matthías Vilhjálmsson að svara hér að neðan. Matthías Vilhjálmsson [36 ára sóknarmaður, Víkingur | 15 A-landsleikir, 2 mörk] Matthías er uppalinn á Ísafirði en fór ungur að árum til FH áður en hann hélt til Noregs þar sem hann lék sem atvinnumaður frá 2012 til 2020. Lék hann fyrir Start, Rosenborg og Vålerenga. Þar áður hafði hann þó stuttlega leikið með enska liðinu Colchester United árið 2011. Segja má að Matthías sé kameljón á vellinum enda spilað flestar stöður á vellinum fyrir utan mögulega að vera í marki. Hann gekk í raðir Víkinga fyrir tímabilinu sem lýkur formlega í dag og sér ekki eftir því enda bæði Íslands- og bikarmeistari. Íslands- og bikarmeistarinn Matthías Vilhjálmsson.Vísir/Hulda Margrét „Sá eitthvað sem aðrir þjálfarar á lífsleiðinni sáu líka“ Matthías byrjaði að æfa fótbolta sex ára gamall. Ekki leið á löngu að hann var farinn að æfa með eldri krökkum. Þá æfði hann einnig körfubolta á sínum yngri árum. „Út á landi vantaði oft á æfingar hjá eldri þannig maður fékk að vera með. Hefur eflaust hjálpað til, svo lengi sem maður gerir ekki of mikið af því. Of mikið af æfingum með eldri getur orsakað meiðslavesen seinna á ferlinum. Held líka að það hjálpi manni að venjast hraðanum á æfingum og styrknum sem leikmenn búa yfir. Maður lærir að beita líkamanum öðruvísi.“ „Spiluðum mikið fimm manna bolta innanhúss á veturna, á sumrin var sjö manna bolti. Þá var ég alltaf frammi, man eftir einu atviki þegar þjálfarinn vildi hafa mig á miðjunni en ég var snarvitlaus og brjálaður yfir því. Hann taldi mig vera meiri miðjumann, sá eitthvað sem aðrir þjálfarar á lífsleiðinni sáu svo líka.“ „Mig minnir að ég hafi mest verið frammi í 11 manna bolta en við vorum ekkert alltaf með 11 manna lið, vorum ekki það margir.“ „Tel mig hafa verið frambærilegan körfuboltamann á sínum tíma, þar var ég einnig út um allt. Fannst gaman í körfu og held þetta hafi hjálpað mér helling þegar kom að leikskilningi og yfirsýn. Maður lærði hvernig boltinn skoppaði af hringnum eða spjaldinu, lærði að taka fráköst og allt sem þeim fylgir.“ „Ég er ekki það hávaxinn, er 1.85 í passanum þó ég haldi því fram að ég sé 1.86,“ sagði Matthías og hló þegar umræðan færðist yfir í færni hans í háloftunum. „Þegar ég var 13-14 var ég farinn að æfa frekar mikið og valdi fótbolta. Átti samt alltaf léttan Michael Jordan draum, að hætta í fótboltanum og mæta í körfuna en ætli þetta verði ekki bara einhver bumbubolti seinna meir.“Vísir/Hulda Margrét „Mjög samviskusamur leikmaður“ „Myndi segja að ég væri mjög samviskusamur leikmaður, með góðan líkamlegan styrk, góðan leikskilning, góður í loftinu og með ágætis markanef, veit hvar boltinn gæti endað. Hraði hefur aldrei verið minn styrkleiki, vinstri fóturinn er heldur ekkert sérstakur. Bæði styrkleiki og veikleiki er að ég vill stundum of mikið. Getur verið gott að vera slakur og bíða eftir að svæði opnast.“ Hefur eitthvað breyst í leik þínum á undanförnum árum? „Á sínum tíma var ég meira að taka menn á og svoleiðis. Var nokkuð lunkinn í því þó þú sért örugglega búinn að gleyma því,“ sagði Matthías og hló. „Það er það helsta sem hefur breyst í mínum leik, annars hef ég alltaf verið svipaður leikmaður. Hleyp mikið, berst fyrir liðið og er svolítið út um allt.“ Matthías í leik með FH á sínum yngri árum. Þegar þetta er skrifað hefur hann spilað 286 KSÍ-leiki og skorað 100 mörk, þar af 58 í efstu deild.Vísir/HAG „Unnum ómeðvitað marktækt í þessu“ „Man að þegar ég bjór fyrir Vestan var mikill snjór á veturna en ég var heilaþveginn fótboltaáhugamaður og var úti klukkustundum saman á hverjum degi. Stundum með bestu félögunum, stundum einn.“ „Það eru til margar sögur af því þegar ég er að skipa mönnum að gefa inn í svo ég geti æft mig að skalla. Einn af mínum bestu vinum, Guðmundur Atli Steinþórsson, vælir oft yfir því að ég hafi beðið hann um að gefa fyrir trekk í trekk svo ég gæti æft skallatæknina. Hann er 1.94 á hæð í dag en kann ekki að skalla, ég vil samt meina að hann sé með svona góða löpp þökk sé öllum æfingunum okkar.“ Matthías hefur mögulega eitthvað til síns máls en Guðmundur Atli skoraði 146 mörk í 253 KSÍ-leikjum. Matthías í einum af 15 A-landsleikjum sínum. Hann lék einnig 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands.EPA „Annar góður félagi minn, Birkir Halldór Sverrisson, var með geggjaðar fyrirgjafir svo það má segja að við höfum unnum ómeðvitað marktækt í þessu. Annað var svo veðrið, það voru oft gríðarlegir snjóskaflar hjá okkur svo það var ekkert hægt að rekja boltann, þá var upplagt að æfa sig í loftinu. „Það var þvílíkt svell og skaflar á skólalóðinni á Ísafirði. Vorum oft að spila á eitt mark, með einn í marki og svo kepptum við einn á einn eða tveir á tvo. Maður var oft með bakið í markið og þá var þetta eina leiðin að marki, lyfta boltanum upp og taka hjólara.“ Keyptur sem framherji en endaði í miðverði Matthías raðaði inn mörkum hjá Start árið 2015 og ákvað stórveldið Rosenborg að fá hann í sínar raðir. Þar kom fjölhæfni hans að góðum notum. „Var búinn að vera þarna í 7-10 daga þegar Kåre Ingebrigtsen, þjálfari liðsins, kemur til mín og segir að ég sé að fara spila djúpur á miðjunni með varaliði félagsins, sem spilaði í 2. eða 3. deild.“ „Gerði það og stóð mig greinilega ágætlega. Er svo gegn Lilleström á útivelli sem ég kem inn af bekknum þegar tíu mínútur eru liðnar vegna meiðsla. Spila djúpur á miðju og við vinnum stórsigur. Hefði átt að spila illa í þessum leik því þá hefði Kåre aldrei pælt í þessu aftur.“ „Eftir það tók Kåre eftir því að ég gæti spilað fleiri stöður á vellinum. Var svo settur í miðvörðinn undir lok tímabilsins, spilaði erfiðan útileik gegn Molde og á móti Dnipro í Evrópudeildinni.“ „Var með Hólmari Erni Eyjólfssyni í miðverðinum gegn Molde. Hann hlær að þessu enn þann dag í dag, var eins og að stýra litlu barni að hafa mig þarna í fyrsta skipti. Það gekk samt nokkuð vel.“ „Hólmar Örn hefur verið í þvílíkri yfirvinnu að hugsa um sinn eigin leik og að stjórna mér.“Rosenborg „Þegar maður er búinn að vera senter í mörg ár getur maður nýtt sér það þegar maður er að dekka framherja. Maður skynjar vel hvernig þeir hugsa.“ „Þetta nýttist manni seinna meir“ „Í mínu tilviki hefur þetta verið búbót fyrir mig, því ég hef fengið að spila ótrúlega mikið á mínum ferli. Hef verið mikilvægur í flestum liðum sem ég hef verið í, út af þessu. Aftur á móti, þegar leikmenn eru að reyna þróa sinn leik og bæta sig þá mæli ég alltaf með því að menn séu í sömu stöðunni yfir langan tíma. Það hefur sýnt sig að menn verði betri þá.“ „Hvað mitt tilvik varðar þá var ég 28-29 ára í Rosenborg og langaði að vera hluti af frábæru liði sem myndi ganga vel. Var því ekkert að kippa mér upp við þetta enda nýttist þetta manni seinna meir. Maður lærir að sjá fótbolta út frá allskyns leikstöðum, tel það hafa reynst mér mjög vel.“ Matthías í leik með Rosenborg.Getty Images Telur sig bestan sem fremsta mann „Ég tel mig bestan frammi, sem „target senter“ með góða vængmenn sem eru góðir einn á einn og góðar fyrirgjafir. Flest mín mörk koma í fyrstu snertingu, þar tel ég mig vera bestan. Ef það eru nokkrir leikir hér og þar [í öðrum stöðum á vellinum] til að hjálpa liðinu þá skiptir það mig engu máli.“ Víkingar eru komnir yfir! Matthías Vilhjálmsson reis manna hæst á nærstönginni og inn fór boltinn! pic.twitter.com/Gkz6BOYEF2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 16, 2023 „Það hefur gengið best á mínum tæplega tuttugu ára ferli í 4-3-3 leikkerfi, hvort sem það eru tveir djúpir og ein tíu eða einn djúpur og tvær áttur. Hefur alltaf liðið vel í því leikkerfi en þegar ég spilaði með Start vorum við í 4-4-2 og þar skoraði ég mest.“ „Held það hafi þó verið af því ég spilaði nærri eingöngu sem senter í Start. Í hinum liðunum var ég að flakka á milli og stærsti gallinn við það er að maður er alltaf dæmdur út frá mörkunum en samt er maður ekki að spila sem framherji alla leiki.“ Matthías skoraði 23 mörk í 66 leikjum fyrir Start samkvæmt Wikipedia-síðu hans.Start „Meira að pæla í þessu á seinni hluta ferilsins“ „Það hefur gerst, sérstaklega nú á seinni hluta ferilsins, að ég ræði við samherja mína um lið mótherjans. Ef boltinn kemur til dæmis upp hæri vænginn okkar þá gæti verið gott að lyfta honum á fjær því bakvörður þeirra er lágvaxinn og ég ætti að geta unnið hann í loftinu.“ „Myndi segja að ég sé meira að pæla í þessu núna, gerði ekki mikið af því í byrjun ferilsins. Eflaust kominn með betri skilning á leiknum og öll greiningarvinna er orðin miklu betri í dag. Getur fengið meiri upplýsingar frá þjálfurum, það hjálpar.“ Hvernig fyrirliði er og var Matthías? „Held það sé best að hugsa um sjálfan sig, þó það sé erfitt stundum. Ég var meira í því að leiða hópinn utan vallar, innan vallar leiddi ég aðallega með því að sýna gott fordæmi.“ „Sem fyrirliði þarftu að vera alltaf klár og sinna hlutverki þínu 100 prósent. Það á samt ekki bara við fyrirliðann, fleiri sem þurfa að gera það. Mjög mikilvægt að vera með fleiri leiðtoga í hópnum.“Vísir/Hulda Margrét „Sá það í Rosenborg, þetta er ekki fyrir alla“ „Þarft að vera sterkur karakter til að spila fyrir lið þar sem væntingarnar eru að vinna alla leiki, sérstaklega þegar það gengur ekki upp. Mekanisminn í fótboltaáhugafólki er þannig að það hlakkar í því þegar stórum liðum gengur illa, með því kemur utanaðkomandi pressa.“ „Umhverfið hefur klárlega áhrif, enda sér maður veltuna hjá þessum stóru félögum. Ég sá það í Rosenborg, þetta er ekki fyrir alla. Pressan var gríðarleg. Leikmannaveltan inn og út, veit ekki hversu margir komu og fóru meðan ég var þarna. Svo eru sumir sem elska að vera í svona pressu.“ „Ég var svo heppinn að vera í kringum sigurvegara hjá FH snemma á mínum ferli. Kom inn í 2. flokki og þá var gullaldartími FH að hefjast. Var heppinn að fá að læra af öllum þessum meisturum. Maður lærir að haga sér eftir því, það er ekkert nægilega gott nema sigur.“ Í lok viðtalsins var Matthías beðinn að velja sitt uppáhaldsmark. Hann nefndi hjólhestaspyrnu með Start - sem sjá má ofar í viðtalinu. Markið skoraði hann eftir „lélega fyrirgjöf frá hægri.“ Markið var nægilega glæsilegt til að hinar ýmsu vefsíður út í heimi birtu fréttir um það. „Það var helvíti skemmtilegt mark því rétt fyrir leik vissi ég að það væri áhugi frá öðrum liðum og það yrði fólk að fylgjast með mér í þessum leik. Skoraði einnig nokkur mikilvæg fyrir Rosenborg, eitt reyndist sigurmark í framlengdum leik gegn Dundalk í Meistaradeild Evrópu. Mættum Celtic í kjölfarið og slógum svo út Ajax á leið okkar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, það var mjög minnisstætt.“ Matthías hefur alls orðið átta sinnum deildarmeistari á ferli sinum, þrisvar með FH, fjórum sinnum með Rosenborg og nú með Víkingum. Þá hefur hann sex sinnum orðið bikarmeistari, tvisvar með FH, þrisvar með Rosenborg og nú með Víkingum. Sjá má Matthías sem og aðra Víkinga lyfta Íslandsmeistaratitlinum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag, laugardag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 og reikna má með að bikarinn fari á loft um 16.00. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leikurinn minn í mínum orðum Tengdar fréttir „Eftir að vera á þessu sviði vill maður ekkert annað“ Arnór Sigurðsson samdi í vikunni við Blackburn Rovers og fær því að upplifa drauminn, að spila á Englandi. Hann segist finna sig hvað best í mikilvægum leikjum fyrir framan fullan völl og sannaði það þegar hann skoraði gegn Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu. 23. júní 2023 08:05 „Fann að íþróttir voru mín útrás“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin aftur til Íslands eftir farsælan atvinnumannaferil í Noregi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún segist í grunninn enn vera sami leikmaður og þegar hún byrjaði að æfa fótbolta í 3. bekk. 9. júní 2023 10:01 „Ein ákvörðun hér eða þar sem getur ráðið úrslitum“ Ingvar Jónsson og félagar í Víking hafa byrjað Íslandsmótið í fótbolta af miklum krafti. Svo miklum raunar að Víkingar virðast ætla að stinga önnur lið deildarinnar af. Þá hefur Ingvar aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. 18. maí 2023 10:00 „Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9. febrúar 2023 09:01 „Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01 „Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01 „Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00 „Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti
Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Íslands- og bikarmeistarinn Matthías Vilhjálmsson að svara hér að neðan. Matthías Vilhjálmsson [36 ára sóknarmaður, Víkingur | 15 A-landsleikir, 2 mörk] Matthías er uppalinn á Ísafirði en fór ungur að árum til FH áður en hann hélt til Noregs þar sem hann lék sem atvinnumaður frá 2012 til 2020. Lék hann fyrir Start, Rosenborg og Vålerenga. Þar áður hafði hann þó stuttlega leikið með enska liðinu Colchester United árið 2011. Segja má að Matthías sé kameljón á vellinum enda spilað flestar stöður á vellinum fyrir utan mögulega að vera í marki. Hann gekk í raðir Víkinga fyrir tímabilinu sem lýkur formlega í dag og sér ekki eftir því enda bæði Íslands- og bikarmeistari. Íslands- og bikarmeistarinn Matthías Vilhjálmsson.Vísir/Hulda Margrét „Sá eitthvað sem aðrir þjálfarar á lífsleiðinni sáu líka“ Matthías byrjaði að æfa fótbolta sex ára gamall. Ekki leið á löngu að hann var farinn að æfa með eldri krökkum. Þá æfði hann einnig körfubolta á sínum yngri árum. „Út á landi vantaði oft á æfingar hjá eldri þannig maður fékk að vera með. Hefur eflaust hjálpað til, svo lengi sem maður gerir ekki of mikið af því. Of mikið af æfingum með eldri getur orsakað meiðslavesen seinna á ferlinum. Held líka að það hjálpi manni að venjast hraðanum á æfingum og styrknum sem leikmenn búa yfir. Maður lærir að beita líkamanum öðruvísi.“ „Spiluðum mikið fimm manna bolta innanhúss á veturna, á sumrin var sjö manna bolti. Þá var ég alltaf frammi, man eftir einu atviki þegar þjálfarinn vildi hafa mig á miðjunni en ég var snarvitlaus og brjálaður yfir því. Hann taldi mig vera meiri miðjumann, sá eitthvað sem aðrir þjálfarar á lífsleiðinni sáu svo líka.“ „Mig minnir að ég hafi mest verið frammi í 11 manna bolta en við vorum ekkert alltaf með 11 manna lið, vorum ekki það margir.“ „Tel mig hafa verið frambærilegan körfuboltamann á sínum tíma, þar var ég einnig út um allt. Fannst gaman í körfu og held þetta hafi hjálpað mér helling þegar kom að leikskilningi og yfirsýn. Maður lærði hvernig boltinn skoppaði af hringnum eða spjaldinu, lærði að taka fráköst og allt sem þeim fylgir.“ „Ég er ekki það hávaxinn, er 1.85 í passanum þó ég haldi því fram að ég sé 1.86,“ sagði Matthías og hló þegar umræðan færðist yfir í færni hans í háloftunum. „Þegar ég var 13-14 var ég farinn að æfa frekar mikið og valdi fótbolta. Átti samt alltaf léttan Michael Jordan draum, að hætta í fótboltanum og mæta í körfuna en ætli þetta verði ekki bara einhver bumbubolti seinna meir.“Vísir/Hulda Margrét „Mjög samviskusamur leikmaður“ „Myndi segja að ég væri mjög samviskusamur leikmaður, með góðan líkamlegan styrk, góðan leikskilning, góður í loftinu og með ágætis markanef, veit hvar boltinn gæti endað. Hraði hefur aldrei verið minn styrkleiki, vinstri fóturinn er heldur ekkert sérstakur. Bæði styrkleiki og veikleiki er að ég vill stundum of mikið. Getur verið gott að vera slakur og bíða eftir að svæði opnast.“ Hefur eitthvað breyst í leik þínum á undanförnum árum? „Á sínum tíma var ég meira að taka menn á og svoleiðis. Var nokkuð lunkinn í því þó þú sért örugglega búinn að gleyma því,“ sagði Matthías og hló. „Það er það helsta sem hefur breyst í mínum leik, annars hef ég alltaf verið svipaður leikmaður. Hleyp mikið, berst fyrir liðið og er svolítið út um allt.“ Matthías í leik með FH á sínum yngri árum. Þegar þetta er skrifað hefur hann spilað 286 KSÍ-leiki og skorað 100 mörk, þar af 58 í efstu deild.Vísir/HAG „Unnum ómeðvitað marktækt í þessu“ „Man að þegar ég bjór fyrir Vestan var mikill snjór á veturna en ég var heilaþveginn fótboltaáhugamaður og var úti klukkustundum saman á hverjum degi. Stundum með bestu félögunum, stundum einn.“ „Það eru til margar sögur af því þegar ég er að skipa mönnum að gefa inn í svo ég geti æft mig að skalla. Einn af mínum bestu vinum, Guðmundur Atli Steinþórsson, vælir oft yfir því að ég hafi beðið hann um að gefa fyrir trekk í trekk svo ég gæti æft skallatæknina. Hann er 1.94 á hæð í dag en kann ekki að skalla, ég vil samt meina að hann sé með svona góða löpp þökk sé öllum æfingunum okkar.“ Matthías hefur mögulega eitthvað til síns máls en Guðmundur Atli skoraði 146 mörk í 253 KSÍ-leikjum. Matthías í einum af 15 A-landsleikjum sínum. Hann lék einnig 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands.EPA „Annar góður félagi minn, Birkir Halldór Sverrisson, var með geggjaðar fyrirgjafir svo það má segja að við höfum unnum ómeðvitað marktækt í þessu. Annað var svo veðrið, það voru oft gríðarlegir snjóskaflar hjá okkur svo það var ekkert hægt að rekja boltann, þá var upplagt að æfa sig í loftinu. „Það var þvílíkt svell og skaflar á skólalóðinni á Ísafirði. Vorum oft að spila á eitt mark, með einn í marki og svo kepptum við einn á einn eða tveir á tvo. Maður var oft með bakið í markið og þá var þetta eina leiðin að marki, lyfta boltanum upp og taka hjólara.“ Keyptur sem framherji en endaði í miðverði Matthías raðaði inn mörkum hjá Start árið 2015 og ákvað stórveldið Rosenborg að fá hann í sínar raðir. Þar kom fjölhæfni hans að góðum notum. „Var búinn að vera þarna í 7-10 daga þegar Kåre Ingebrigtsen, þjálfari liðsins, kemur til mín og segir að ég sé að fara spila djúpur á miðjunni með varaliði félagsins, sem spilaði í 2. eða 3. deild.“ „Gerði það og stóð mig greinilega ágætlega. Er svo gegn Lilleström á útivelli sem ég kem inn af bekknum þegar tíu mínútur eru liðnar vegna meiðsla. Spila djúpur á miðju og við vinnum stórsigur. Hefði átt að spila illa í þessum leik því þá hefði Kåre aldrei pælt í þessu aftur.“ „Eftir það tók Kåre eftir því að ég gæti spilað fleiri stöður á vellinum. Var svo settur í miðvörðinn undir lok tímabilsins, spilaði erfiðan útileik gegn Molde og á móti Dnipro í Evrópudeildinni.“ „Var með Hólmari Erni Eyjólfssyni í miðverðinum gegn Molde. Hann hlær að þessu enn þann dag í dag, var eins og að stýra litlu barni að hafa mig þarna í fyrsta skipti. Það gekk samt nokkuð vel.“ „Hólmar Örn hefur verið í þvílíkri yfirvinnu að hugsa um sinn eigin leik og að stjórna mér.“Rosenborg „Þegar maður er búinn að vera senter í mörg ár getur maður nýtt sér það þegar maður er að dekka framherja. Maður skynjar vel hvernig þeir hugsa.“ „Þetta nýttist manni seinna meir“ „Í mínu tilviki hefur þetta verið búbót fyrir mig, því ég hef fengið að spila ótrúlega mikið á mínum ferli. Hef verið mikilvægur í flestum liðum sem ég hef verið í, út af þessu. Aftur á móti, þegar leikmenn eru að reyna þróa sinn leik og bæta sig þá mæli ég alltaf með því að menn séu í sömu stöðunni yfir langan tíma. Það hefur sýnt sig að menn verði betri þá.“ „Hvað mitt tilvik varðar þá var ég 28-29 ára í Rosenborg og langaði að vera hluti af frábæru liði sem myndi ganga vel. Var því ekkert að kippa mér upp við þetta enda nýttist þetta manni seinna meir. Maður lærir að sjá fótbolta út frá allskyns leikstöðum, tel það hafa reynst mér mjög vel.“ Matthías í leik með Rosenborg.Getty Images Telur sig bestan sem fremsta mann „Ég tel mig bestan frammi, sem „target senter“ með góða vængmenn sem eru góðir einn á einn og góðar fyrirgjafir. Flest mín mörk koma í fyrstu snertingu, þar tel ég mig vera bestan. Ef það eru nokkrir leikir hér og þar [í öðrum stöðum á vellinum] til að hjálpa liðinu þá skiptir það mig engu máli.“ Víkingar eru komnir yfir! Matthías Vilhjálmsson reis manna hæst á nærstönginni og inn fór boltinn! pic.twitter.com/Gkz6BOYEF2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 16, 2023 „Það hefur gengið best á mínum tæplega tuttugu ára ferli í 4-3-3 leikkerfi, hvort sem það eru tveir djúpir og ein tíu eða einn djúpur og tvær áttur. Hefur alltaf liðið vel í því leikkerfi en þegar ég spilaði með Start vorum við í 4-4-2 og þar skoraði ég mest.“ „Held það hafi þó verið af því ég spilaði nærri eingöngu sem senter í Start. Í hinum liðunum var ég að flakka á milli og stærsti gallinn við það er að maður er alltaf dæmdur út frá mörkunum en samt er maður ekki að spila sem framherji alla leiki.“ Matthías skoraði 23 mörk í 66 leikjum fyrir Start samkvæmt Wikipedia-síðu hans.Start „Meira að pæla í þessu á seinni hluta ferilsins“ „Það hefur gerst, sérstaklega nú á seinni hluta ferilsins, að ég ræði við samherja mína um lið mótherjans. Ef boltinn kemur til dæmis upp hæri vænginn okkar þá gæti verið gott að lyfta honum á fjær því bakvörður þeirra er lágvaxinn og ég ætti að geta unnið hann í loftinu.“ „Myndi segja að ég sé meira að pæla í þessu núna, gerði ekki mikið af því í byrjun ferilsins. Eflaust kominn með betri skilning á leiknum og öll greiningarvinna er orðin miklu betri í dag. Getur fengið meiri upplýsingar frá þjálfurum, það hjálpar.“ Hvernig fyrirliði er og var Matthías? „Held það sé best að hugsa um sjálfan sig, þó það sé erfitt stundum. Ég var meira í því að leiða hópinn utan vallar, innan vallar leiddi ég aðallega með því að sýna gott fordæmi.“ „Sem fyrirliði þarftu að vera alltaf klár og sinna hlutverki þínu 100 prósent. Það á samt ekki bara við fyrirliðann, fleiri sem þurfa að gera það. Mjög mikilvægt að vera með fleiri leiðtoga í hópnum.“Vísir/Hulda Margrét „Sá það í Rosenborg, þetta er ekki fyrir alla“ „Þarft að vera sterkur karakter til að spila fyrir lið þar sem væntingarnar eru að vinna alla leiki, sérstaklega þegar það gengur ekki upp. Mekanisminn í fótboltaáhugafólki er þannig að það hlakkar í því þegar stórum liðum gengur illa, með því kemur utanaðkomandi pressa.“ „Umhverfið hefur klárlega áhrif, enda sér maður veltuna hjá þessum stóru félögum. Ég sá það í Rosenborg, þetta er ekki fyrir alla. Pressan var gríðarleg. Leikmannaveltan inn og út, veit ekki hversu margir komu og fóru meðan ég var þarna. Svo eru sumir sem elska að vera í svona pressu.“ „Ég var svo heppinn að vera í kringum sigurvegara hjá FH snemma á mínum ferli. Kom inn í 2. flokki og þá var gullaldartími FH að hefjast. Var heppinn að fá að læra af öllum þessum meisturum. Maður lærir að haga sér eftir því, það er ekkert nægilega gott nema sigur.“ Í lok viðtalsins var Matthías beðinn að velja sitt uppáhaldsmark. Hann nefndi hjólhestaspyrnu með Start - sem sjá má ofar í viðtalinu. Markið skoraði hann eftir „lélega fyrirgjöf frá hægri.“ Markið var nægilega glæsilegt til að hinar ýmsu vefsíður út í heimi birtu fréttir um það. „Það var helvíti skemmtilegt mark því rétt fyrir leik vissi ég að það væri áhugi frá öðrum liðum og það yrði fólk að fylgjast með mér í þessum leik. Skoraði einnig nokkur mikilvæg fyrir Rosenborg, eitt reyndist sigurmark í framlengdum leik gegn Dundalk í Meistaradeild Evrópu. Mættum Celtic í kjölfarið og slógum svo út Ajax á leið okkar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, það var mjög minnisstætt.“ Matthías hefur alls orðið átta sinnum deildarmeistari á ferli sinum, þrisvar með FH, fjórum sinnum með Rosenborg og nú með Víkingum. Þá hefur hann sex sinnum orðið bikarmeistari, tvisvar með FH, þrisvar með Rosenborg og nú með Víkingum. Sjá má Matthías sem og aðra Víkinga lyfta Íslandsmeistaratitlinum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag, laugardag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 og reikna má með að bikarinn fari á loft um 16.00.
„Eftir að vera á þessu sviði vill maður ekkert annað“ Arnór Sigurðsson samdi í vikunni við Blackburn Rovers og fær því að upplifa drauminn, að spila á Englandi. Hann segist finna sig hvað best í mikilvægum leikjum fyrir framan fullan völl og sannaði það þegar hann skoraði gegn Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu. 23. júní 2023 08:05
„Fann að íþróttir voru mín útrás“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin aftur til Íslands eftir farsælan atvinnumannaferil í Noregi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún segist í grunninn enn vera sami leikmaður og þegar hún byrjaði að æfa fótbolta í 3. bekk. 9. júní 2023 10:01
„Ein ákvörðun hér eða þar sem getur ráðið úrslitum“ Ingvar Jónsson og félagar í Víking hafa byrjað Íslandsmótið í fótbolta af miklum krafti. Svo miklum raunar að Víkingar virðast ætla að stinga önnur lið deildarinnar af. Þá hefur Ingvar aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. 18. maí 2023 10:00
„Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9. febrúar 2023 09:01
„Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01
„Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01
„Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00
„Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00