Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 09:07 Hin íranska Narges Mohammadi afplánar nú dóm í fangelsi vegna baráttu sinnar gegn kúgun kvenna í Íran. Getty Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að barátta hennar hafi kostað hana mikið persónulega. Írönsk yfirvöld hafa handtekið hana þrettán sinnum, hún hafi verið dæmd fimm sínnum og hafi hún alls verið dæmd í 31 árs fangelsi og að þola 154 svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi. Narges Mohammadi hefur barist gegn klerkastjórninni í Íran um margra áratuga skeið. Hún hefur barist gegn dauðarefsingum í landinu og þeirri skyldu fyrir konur í landinu að bera hijab. Hún hefur neitað að láta af baráttu sinni þó að hún sitji nú á bak við lás og slá. Mohammadi hefur ekki hitt börn sín í heil átta ár, enda hefur hún þurft að dúsa í fangelsi síðustu ár og viðurkennir að fátt bendi til að henni verði sleppt á næstunni. Hin 51 árs Mohammadi var fyrst handtekinn vegna baráttu sinnar þegar hún var 22 ára gömul. Hún fæddist í Zanjan í norðvesturhluta landsins árið 1972 og stundaði nám í eðlisfræði áður en hún hlaut gráðu sem verkfræðingu. Síðar gerðist hún blaðamaður og vann þá á dagblöðum þar sem talað var fyrir umbótum í landinu. Að neðan má sjá blaðamannafund norsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Osló í Noregi þann 10. desember næstkomandi. Er um að ræða einu verðlaunin sem afhent eru þar á meðan hin eru afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hlutu í sameiningu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Nóbelsverðlaun Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að barátta hennar hafi kostað hana mikið persónulega. Írönsk yfirvöld hafa handtekið hana þrettán sinnum, hún hafi verið dæmd fimm sínnum og hafi hún alls verið dæmd í 31 árs fangelsi og að þola 154 svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi. Narges Mohammadi hefur barist gegn klerkastjórninni í Íran um margra áratuga skeið. Hún hefur barist gegn dauðarefsingum í landinu og þeirri skyldu fyrir konur í landinu að bera hijab. Hún hefur neitað að láta af baráttu sinni þó að hún sitji nú á bak við lás og slá. Mohammadi hefur ekki hitt börn sín í heil átta ár, enda hefur hún þurft að dúsa í fangelsi síðustu ár og viðurkennir að fátt bendi til að henni verði sleppt á næstunni. Hin 51 árs Mohammadi var fyrst handtekinn vegna baráttu sinnar þegar hún var 22 ára gömul. Hún fæddist í Zanjan í norðvesturhluta landsins árið 1972 og stundaði nám í eðlisfræði áður en hún hlaut gráðu sem verkfræðingu. Síðar gerðist hún blaðamaður og vann þá á dagblöðum þar sem talað var fyrir umbótum í landinu. Að neðan má sjá blaðamannafund norsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Osló í Noregi þann 10. desember næstkomandi. Er um að ræða einu verðlaunin sem afhent eru þar á meðan hin eru afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hlutu í sameiningu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Sjá meira
Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08
Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09
Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06