Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. október 2023 10:46 Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga mörgum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður og voru metin hættuleg. Vísir/Vilhelm Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga nokkrum tonnum af ýmiskonar matvælum sem fundust í geymslu í Reykjavík. Um er að ræða geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Egill Þór Sigurðsson er eigandi eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf, sem á fasteignina á jarðhæð, 300 fermetra geymslu þar sem matvælin fundust. Í samtali við fréttastofu segist Egill í raun ekki hafa neina vitneskju um málið sem sé sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið til fyrirtækis að nafni Inter, sem er heildsala með tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir. Inter hafi svo leigt húsnæðið áfram til eiganda matvælanna fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að þeir tóku við húsnæðinu hafi kvartanir farið að berast frá nágrönnum vegna ólyktar. Aðspurður hvort staðið hafi til að segja upp leigusamningnum segir Egill að honum hafi skilist að aðilarnir væru á leiðinni út úr húsnæðinu. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Inter ehf., vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fljótlega eftir að eigendur matvælanna tóku geymslu í Sóltúni á leigu, fóru nágrannar að kvarta vegna ólyktar. Vísir/Vilhelm Óvíst hvort matvælin séu í dreifingu Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í Reykjavík síðdegis í gær upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar í heild sinni. Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga nokkrum tonnum af ýmiskonar matvælum sem fundust í geymslu í Reykjavík. Um er að ræða geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Egill Þór Sigurðsson er eigandi eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf, sem á fasteignina á jarðhæð, 300 fermetra geymslu þar sem matvælin fundust. Í samtali við fréttastofu segist Egill í raun ekki hafa neina vitneskju um málið sem sé sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið til fyrirtækis að nafni Inter, sem er heildsala með tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir. Inter hafi svo leigt húsnæðið áfram til eiganda matvælanna fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að þeir tóku við húsnæðinu hafi kvartanir farið að berast frá nágrönnum vegna ólyktar. Aðspurður hvort staðið hafi til að segja upp leigusamningnum segir Egill að honum hafi skilist að aðilarnir væru á leiðinni út úr húsnæðinu. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Inter ehf., vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fljótlega eftir að eigendur matvælanna tóku geymslu í Sóltúni á leigu, fóru nágrannar að kvarta vegna ólyktar. Vísir/Vilhelm Óvíst hvort matvælin séu í dreifingu Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í Reykjavík síðdegis í gær upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar í heild sinni.
Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24
Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53
Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19