Orkuafrek næstu ára Sveinbjörn Finnsson skrifar 9. október 2023 08:01 Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma. Mikið hefur verið rætt um hversu mikla raforku þurfi fyrir orkuskipti samgangna. Sú þörf hefur verið metin um 16 TWst sem samsvarar tæplega allri núverandi raforkunotkun Íslands og fallast þá sumum hendur. Bútum orkuskiptin niður Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að orkuskiptin munu eiga sér stað yfir nokkra áratugi. Mestur þungi þeirra kemur fram þegar orkuskiptalausnir verða fýsilegar í alþjóðaflugi enda er það stærsti notandi jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Á því sviði er enn langt í land og um endanlega orkuþörf þess ríkir mikil óvissa. Orkuþörf orkuskipta Íslands í heild er því afturþung og óviss og ekki tímabært að taka ákvarðanir nú sem snúa að síðari hluta þeirrar vegferðar. Ef litið er þess í stað til næstu 10-15 ára, t.d. til ársins 2035, er hægt að stilla upp sennilegri sviðsmynd varðandi framvindu orkuskipta miðað við stöðu tæknilausna, eftirspurn atvinnulífs og stuðning stjórnvalda. Þessi sviðsmynd byggir á fyrri greiningum sem hafa verið birtar opinberlega af öðrum (t.d. í nýlegri raforkuspá Landsnets) og endurspeglar einnig greiningar sérfræðinga Landsvirkjunar sem og samtöl okkar við tækniframleiðendur, atvinnulífið og ýmsa hagaðila. Sviðsmynd orkuskipta til 2035 Á landi eru orkuskipti nú þegar hafin líkt og fjölgun rafbíla á götum landsins sýnir glögglega. Á næstu árum heldur sú rafvæðing áfram og tekur sérstaklega við sér upp úr 2030 þegar bann við nýskráningu bensín- og díselbíla tekur gildi. Það hentar illa að rafvæða stærri vinnutæki og þunga flutningabíla sem ferðast langar vegalengdir og þar verður vetni nýtt í stað rafmagns. Þá mun metan einnig nýtast þar sem það á við. Á hafi verður líf- og rafeldsneyti nýtt til að knýja fiski- og flutningaskip meðan bein rafvæðing og vetni leikur minna hlutverk. Rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi í töluverðu magni og til viðbótar verður flutt inn lífeldsneyti sem nú þegar er aðgengilegt á alþjóðlegum eldsneytismörkuðum og má nota á núverandi skip. Flugsamgöngur, sem fyrst og fremst felast í alþjóðaflugi, munu nýta sér innflutt lífeldsneyti, og að minni hluta innflutt rafeldsneyti, til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um íblöndun og draga þannig úr losun. Til að knýja orkuskiptin til 2035 eins og þeim er lýst í sviðsmyndinni að ofan þarf um 4 TWst af árlegri raforkuvinnslu og einnig þarf að flytja inn líf- og rafeldsneyti. Það er viðráðanleg raforkuþörf sem orkufyrirtæki Íslands geta mætt fyrir 2035 og um ætti að geta ríkt viðunandi sátt í samfélaginu. Tökum mikilvæg og skynsamleg skref Framangreind sviðsmynd orkuskipta til 2035 gerist þó ekki af sjálfu sér og þarf ríkan stuðning stjórnvalda og skýran vilja atvinnulífsins. Stjórnvöld þurfa að skapa öfluga efnahagslega hvata til orkuskipta, skilvirkari stjórnsýslu og fylgja skýrri orkuskipta- og rafeldsneytisáætlun til að árangur náist. Atvinnulífið þarf einnig að vera reiðubúið til að taka áhættu og leggja út í umtalsverðan kostnað við orkuskipti enda ljóst að orkuskiptalausnir eru flestar enn óhagkvæmar fyrir notendur samanborið við áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagið má engan tíma missa og því nauðsynlegt að við tökum þessi mikilvægu og skynsamlegu skref í orkuskiptum. Nánar verður fjallað um orkuskiptasýn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma. Mikið hefur verið rætt um hversu mikla raforku þurfi fyrir orkuskipti samgangna. Sú þörf hefur verið metin um 16 TWst sem samsvarar tæplega allri núverandi raforkunotkun Íslands og fallast þá sumum hendur. Bútum orkuskiptin niður Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að orkuskiptin munu eiga sér stað yfir nokkra áratugi. Mestur þungi þeirra kemur fram þegar orkuskiptalausnir verða fýsilegar í alþjóðaflugi enda er það stærsti notandi jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Á því sviði er enn langt í land og um endanlega orkuþörf þess ríkir mikil óvissa. Orkuþörf orkuskipta Íslands í heild er því afturþung og óviss og ekki tímabært að taka ákvarðanir nú sem snúa að síðari hluta þeirrar vegferðar. Ef litið er þess í stað til næstu 10-15 ára, t.d. til ársins 2035, er hægt að stilla upp sennilegri sviðsmynd varðandi framvindu orkuskipta miðað við stöðu tæknilausna, eftirspurn atvinnulífs og stuðning stjórnvalda. Þessi sviðsmynd byggir á fyrri greiningum sem hafa verið birtar opinberlega af öðrum (t.d. í nýlegri raforkuspá Landsnets) og endurspeglar einnig greiningar sérfræðinga Landsvirkjunar sem og samtöl okkar við tækniframleiðendur, atvinnulífið og ýmsa hagaðila. Sviðsmynd orkuskipta til 2035 Á landi eru orkuskipti nú þegar hafin líkt og fjölgun rafbíla á götum landsins sýnir glögglega. Á næstu árum heldur sú rafvæðing áfram og tekur sérstaklega við sér upp úr 2030 þegar bann við nýskráningu bensín- og díselbíla tekur gildi. Það hentar illa að rafvæða stærri vinnutæki og þunga flutningabíla sem ferðast langar vegalengdir og þar verður vetni nýtt í stað rafmagns. Þá mun metan einnig nýtast þar sem það á við. Á hafi verður líf- og rafeldsneyti nýtt til að knýja fiski- og flutningaskip meðan bein rafvæðing og vetni leikur minna hlutverk. Rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi í töluverðu magni og til viðbótar verður flutt inn lífeldsneyti sem nú þegar er aðgengilegt á alþjóðlegum eldsneytismörkuðum og má nota á núverandi skip. Flugsamgöngur, sem fyrst og fremst felast í alþjóðaflugi, munu nýta sér innflutt lífeldsneyti, og að minni hluta innflutt rafeldsneyti, til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um íblöndun og draga þannig úr losun. Til að knýja orkuskiptin til 2035 eins og þeim er lýst í sviðsmyndinni að ofan þarf um 4 TWst af árlegri raforkuvinnslu og einnig þarf að flytja inn líf- og rafeldsneyti. Það er viðráðanleg raforkuþörf sem orkufyrirtæki Íslands geta mætt fyrir 2035 og um ætti að geta ríkt viðunandi sátt í samfélaginu. Tökum mikilvæg og skynsamleg skref Framangreind sviðsmynd orkuskipta til 2035 gerist þó ekki af sjálfu sér og þarf ríkan stuðning stjórnvalda og skýran vilja atvinnulífsins. Stjórnvöld þurfa að skapa öfluga efnahagslega hvata til orkuskipta, skilvirkari stjórnsýslu og fylgja skýrri orkuskipta- og rafeldsneytisáætlun til að árangur náist. Atvinnulífið þarf einnig að vera reiðubúið til að taka áhættu og leggja út í umtalsverðan kostnað við orkuskipti enda ljóst að orkuskiptalausnir eru flestar enn óhagkvæmar fyrir notendur samanborið við áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagið má engan tíma missa og því nauðsynlegt að við tökum þessi mikilvægu og skynsamlegu skref í orkuskiptum. Nánar verður fjallað um orkuskiptasýn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun