Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2023 17:24 Gabriel Martinelli fagnaði marki sínu vel og innilega. getty/Stuart MacFarlane Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik dagsins og var ljóst að bæði lið hefðu getað komið sér á toppinn með sigri. Englandsmeistararnir byrjuðu betur og fengu ágætis færi til að skora, en inn vildi boltinn ekki. Þeir voru svo líklega heppnir eftir tæplega hálftíma leik þegar Mateo Kovacic fór í glæfralega tæklingu, en slapp með gult spjald. Nokkuð jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins og augljóst var að mikið var í húfi. Það var ekki fyrr en á 87. mínútu að það dró loksins til tíðinda þegar Gabriel Martinelli fékk boltann frá Kai Havertz fyrir utan teig og lét vaða. Skot hans stefndi í fjæhornið, en hafði viðkomu í Nathan Ake á leið sinni að marki og hafnaði í nærhorninu þar sem Ederson kom engum vörnum við í markinu. Þrátt fyrir sigur Arsenal sitja liðin enn í öðru og þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir úrslit dagsins. Englandsmeistarar Manchester City sitja í þriðja sæti með 18 stig, tveimur stigi minna en topplið Tottenham, en Arsenal situr í öðru sæti með 20 stig, jafn mörg og Tottenham en hafa skorað færri mörk. Enski boltinn
Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik dagsins og var ljóst að bæði lið hefðu getað komið sér á toppinn með sigri. Englandsmeistararnir byrjuðu betur og fengu ágætis færi til að skora, en inn vildi boltinn ekki. Þeir voru svo líklega heppnir eftir tæplega hálftíma leik þegar Mateo Kovacic fór í glæfralega tæklingu, en slapp með gult spjald. Nokkuð jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins og augljóst var að mikið var í húfi. Það var ekki fyrr en á 87. mínútu að það dró loksins til tíðinda þegar Gabriel Martinelli fékk boltann frá Kai Havertz fyrir utan teig og lét vaða. Skot hans stefndi í fjæhornið, en hafði viðkomu í Nathan Ake á leið sinni að marki og hafnaði í nærhorninu þar sem Ederson kom engum vörnum við í markinu. Þrátt fyrir sigur Arsenal sitja liðin enn í öðru og þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir úrslit dagsins. Englandsmeistarar Manchester City sitja í þriðja sæti með 18 stig, tveimur stigi minna en topplið Tottenham, en Arsenal situr í öðru sæti með 20 stig, jafn mörg og Tottenham en hafa skorað færri mörk.