Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2023 10:00 Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, fékk algjört hláturskast með vinnufélögunum núna í vikunni. En segir konuna sína nokkuð góða í að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. Vísir/Arnar Halldórsson Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Orkustuðullinn minn er hæstur þegar ég vakna klukkan hálfsjö. Það er enginn dagamunur hjá mér og ég fer á fætur um leið og ég opna augun.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar ég fer í ræktina fer ég í æfingafötin, fæ mér tvö vatnsglös og fer út í bíl. Það setur tóninn fyrir daginn, fyllir mig orku og það er góð tilfinning að vera búinn að gera eitthvað fyrir mig. Til að tryggja að allt sem ég þarf yfir daginn fylgi mér er ég með „skotpallinn“ minn tilbúinn á kvöldin. Morgunmatinn og kaffið fæ ég mér svo í vinnunni. Dagana sem ég fer ekki í ræktina, sest ég aðeins í hægindastólinn og kíki á fréttir eða tölvupóst, fer svo í sturtu og borða hafragrautinn. Svo setjumst við hjónin í sófann og spjöllum yfir kaffibolla.“ Hvenær og hvers vegna fékkstu algjört hláturskast síðast? Í þessari viku á vikulegum fundi mannauðs- og gæðasviðs. Á fundinum var meðal annars samstarfsmaður sem er eiginlega sköllóttur. Í lok fundarins var hárprýði annars starfsmanns nefnd. Af mér núna af óskiljanlegum ástæðum þá fann ég mig knúinn til að nefna að ég hefði verið með þykkt og krullað hár ekki fyrir alls löngu síðan. Samstarfskona mín benti mér vinsamlega á að ég væri nú kominn í greiðslustöðvun og fyrrnefndur samstarfsmaður okkar bætti því við að hann væri í greiðsluþroti. Annars hefur konan mín einstakt lag á því að fá mig til að skella upp úr með sína sýn á hlutum rétt fyrir svefninn.“ Teitur fer yfir verkefnalistann sinn í lok hvers vinnudags. Þau verkefni sem ekki náðist að klára yfir daginn, fá nýja dagsetningu eða úthlutaðan tíma í dagatalinu. Teitur notar Microsoft ToDo fyrir sjálfan sig, Tasks fyrir úthlutuð verkefni en teymis verkefni fara í Planner.Vísir/Arnar Halldórsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ferðaþjónustan er mjög spennandi, kvik og skemmtileg grein. Þar að auki erum við með vöruflutningar og bílaleigu, ásamt því að reka nokkrar leiðir fyrir Strætó. Við erum tæplega 600 sem vinnum á dreifðum staðsetningum, með starfsemi alla daga ársins og í sumum deildum á öllum tímum sólarhrings. Starfsánægja og góð þjónusta til viðskiptavina er sameiginlegt markmið okkar allra, sem allt starfsfólk á hlut í. Það er frábær andi hjá okkur, bæði í framkvæmdastjórn þar sem hvert og eitt okkar býr yfir þekkingu og reynslu á sínu sviði og í mannnauðs- og gæðateyminu þar sem fagmennska og léttleiki ríkja.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Í lok vinnudags fer ég yfir verkefnalistann minn. Verkefni sem ég hef ekki komist í fá annaðhvort nýja dagsetningu á listanum eða fá úthlutaðan tíma í dagatalinu. Tólin sem ég nota eru Microsoft ToDo fyrir sjálfan mig, Tasks fyrir verkefni sem ég úthluta, og verkefni teymis fara í Planner.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Orkan næsta dag ræðst af gæði og tíma svefns og ég er frekar kvöldsvæfur. Flesta daga fer ég að sofa milli hálf ellefu og hálf tólf.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00 Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Orkustuðullinn minn er hæstur þegar ég vakna klukkan hálfsjö. Það er enginn dagamunur hjá mér og ég fer á fætur um leið og ég opna augun.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar ég fer í ræktina fer ég í æfingafötin, fæ mér tvö vatnsglös og fer út í bíl. Það setur tóninn fyrir daginn, fyllir mig orku og það er góð tilfinning að vera búinn að gera eitthvað fyrir mig. Til að tryggja að allt sem ég þarf yfir daginn fylgi mér er ég með „skotpallinn“ minn tilbúinn á kvöldin. Morgunmatinn og kaffið fæ ég mér svo í vinnunni. Dagana sem ég fer ekki í ræktina, sest ég aðeins í hægindastólinn og kíki á fréttir eða tölvupóst, fer svo í sturtu og borða hafragrautinn. Svo setjumst við hjónin í sófann og spjöllum yfir kaffibolla.“ Hvenær og hvers vegna fékkstu algjört hláturskast síðast? Í þessari viku á vikulegum fundi mannauðs- og gæðasviðs. Á fundinum var meðal annars samstarfsmaður sem er eiginlega sköllóttur. Í lok fundarins var hárprýði annars starfsmanns nefnd. Af mér núna af óskiljanlegum ástæðum þá fann ég mig knúinn til að nefna að ég hefði verið með þykkt og krullað hár ekki fyrir alls löngu síðan. Samstarfskona mín benti mér vinsamlega á að ég væri nú kominn í greiðslustöðvun og fyrrnefndur samstarfsmaður okkar bætti því við að hann væri í greiðsluþroti. Annars hefur konan mín einstakt lag á því að fá mig til að skella upp úr með sína sýn á hlutum rétt fyrir svefninn.“ Teitur fer yfir verkefnalistann sinn í lok hvers vinnudags. Þau verkefni sem ekki náðist að klára yfir daginn, fá nýja dagsetningu eða úthlutaðan tíma í dagatalinu. Teitur notar Microsoft ToDo fyrir sjálfan sig, Tasks fyrir úthlutuð verkefni en teymis verkefni fara í Planner.Vísir/Arnar Halldórsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ferðaþjónustan er mjög spennandi, kvik og skemmtileg grein. Þar að auki erum við með vöruflutningar og bílaleigu, ásamt því að reka nokkrar leiðir fyrir Strætó. Við erum tæplega 600 sem vinnum á dreifðum staðsetningum, með starfsemi alla daga ársins og í sumum deildum á öllum tímum sólarhrings. Starfsánægja og góð þjónusta til viðskiptavina er sameiginlegt markmið okkar allra, sem allt starfsfólk á hlut í. Það er frábær andi hjá okkur, bæði í framkvæmdastjórn þar sem hvert og eitt okkar býr yfir þekkingu og reynslu á sínu sviði og í mannnauðs- og gæðateyminu þar sem fagmennska og léttleiki ríkja.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Í lok vinnudags fer ég yfir verkefnalistann minn. Verkefni sem ég hef ekki komist í fá annaðhvort nýja dagsetningu á listanum eða fá úthlutaðan tíma í dagatalinu. Tólin sem ég nota eru Microsoft ToDo fyrir sjálfan mig, Tasks fyrir verkefni sem ég úthluta, og verkefni teymis fara í Planner.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Orkan næsta dag ræðst af gæði og tíma svefns og ég er frekar kvöldsvæfur. Flesta daga fer ég að sofa milli hálf ellefu og hálf tólf.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00 Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00
„Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00
Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00
Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. 2. september 2023 10:00
Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. 8. júlí 2023 10:00