Erlent

Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Fólk í borginni flúði út á götu eftir að skjálftinn reið yfir.
Fólk í borginni flúði út á götu eftir að skjálftinn reið yfir. Getty

Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð.

Skjálftinn átti upptök sín um 40 kílómetrum frá borginni Herat, í vesturhluta landsins.

embed.

Fjöldi bygginga hrundu í skjálftanum með þeim afleiðingum að fólk festist undir rúsutum. Eins og áður segir eru fimmtán staðfest andlát en búast má við því að tala látinna hækki.

Að minnsta kosti þrír eftirskjálftar fylgdu þeim stóra. Sjötíu voru fluttir slasaðir á spítala.

Herat er um 120 kílómetrum frá landamærum Afganistan og Íran og er sögð vera menningarhöfuðborg landsins. Um 1,9 milljónir manns búa í borginni. Jarðskjálftar eru algengir í Afganistan enda liggur vesturhluti landsins á flekaskilum Evrasíu og Indlandsflekans. Í júní á síðasta ári létust fleiri en þúsund manns í skjálfta, 5,9 að stærð, í Paktika héraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×