Fótbolti

Mikael Egill á skotskónum í sigri Feneyinga

Hjörvar Ólafsson skrifar
Mikael Egill á æfingu með íslenska A-landsliðinu. 
Mikael Egill á æfingu með íslenska A-landsliðinu.  Vísir/Vilhelm

Mikael Egill Ellertsson skoraði eitt marka Venezia þegar liðið lagði Parma að velli, 3-2, í leik liðanna í ítölsku B-deildinni í fótbolta karla í dag. 

Mikael Egill skoraði þriðja mark Venezia á 78. mínútu leiksins en hann var tekinn útaf skömmu síðar. Mikael Egill opnaði markareikning sinn í deildinni á yfirstandandi keppnistímabili með þessu marki en hann hefur komið við sögu í átta af níu deildarleikjum liðsins. 

Bjarki Steinn Bjarkason kom inná sem varamaður fyrir Venezia þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Hilmir Rafn Mikaelsson var ekki í leikmannahópi Feneyinga að þessu sinni. 

Mikael Egill og Hilmar Rafn eru báðir í leikmannahópi íslenska U-21 árs landsliðsins sem mætir Litáen ytra í undankeppni EM 2024 17. október næstkomandi. 

Parma trónir á toppi deildarinnar með 20 stig, Palermo kemur þar á eftir með 19 stig og Venezia lyfti sér upp í þriðja sæti með 18 stig með þessum sigri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×