Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. október 2023 13:25 Arnar Þór hefur kært bókina Kyn, kynlíf og allt hitt, en hann og Árelía Eydís Guðmundsdóttir ræddu um málið í Sprengisandi í dag. Vísir Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Jónsson, lögmann, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar bendir hann á að í hegningarlögum sé bann við því að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Mat umbjóðenda hans sé að það sé gert í bókinni. „Að grafískar lýsingar á kynlífi, hvatning til kynferðislegra athafna, hvatning til að jafnvel börn séu að taka myndir af sínum viðkvæmustu svæðum, hvatning til þess að börn séu að prófa alls konar kossa og svona myndefni sem er verið að hengja upp í skólum landsins. Myndefni sem yrði jafnvel ekki hengt upp á vinnustöðum fullorðins fólks. Þá spyr fólk: Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ spyr Arnar. Hann tekur fram að hann væri ekki að varpa fram sínum eigin skoðunum heldur væri hann talsmaður foreldra sem hefðu þessar áhyggjur. Óleikur að fræða ekki börnin Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, ræddi einnig um málið í Sprengisandi og segist taka eftir áhyggjum Arnars. Þó bendir hún á könnun sem hafi nýlega komið á borð hennar þar sem fram kemur að rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafi fengið beiðni um kynferðislega mynd af sér. „Ætlum að gera okkur þann óleik að mennta ekki börnin okkar og fræða þau um til dæmis áhrif kláms?“ segir Árelía sem bendir á að klámáhorf ungra drengja verði til þess að þeir geti síður tengst konum. „Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu áhrifin eru mikil.“ Árelía útskýrir að sex ára börnum sé ekki dembt beint ofan í sömu kynfræðslu og eldri nemendum. Miðað sé við þroska barnanna við kennsluna. „Það er svo auðvelt að taka svona bók og taka eitthvað eitt sem sjokkerar þig mest, og segja að þetta sé ekki hægt. En það er ekki þannig,“ segir hún og útskýrir að kennarar setji kennsluna upp eins og þeir telji best og meti þá aldur og þroska barnanna. Þó minnist Árelía á að vegna mikillar umræðu og tortryggni sumra í garð kynfræðslu í grunnskólum hafi kennarar farið að veigra sér við því að fjalla um umrædd málefni í kennslustofum. Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Jónsson, lögmann, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar bendir hann á að í hegningarlögum sé bann við því að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Mat umbjóðenda hans sé að það sé gert í bókinni. „Að grafískar lýsingar á kynlífi, hvatning til kynferðislegra athafna, hvatning til að jafnvel börn séu að taka myndir af sínum viðkvæmustu svæðum, hvatning til þess að börn séu að prófa alls konar kossa og svona myndefni sem er verið að hengja upp í skólum landsins. Myndefni sem yrði jafnvel ekki hengt upp á vinnustöðum fullorðins fólks. Þá spyr fólk: Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ spyr Arnar. Hann tekur fram að hann væri ekki að varpa fram sínum eigin skoðunum heldur væri hann talsmaður foreldra sem hefðu þessar áhyggjur. Óleikur að fræða ekki börnin Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, ræddi einnig um málið í Sprengisandi og segist taka eftir áhyggjum Arnars. Þó bendir hún á könnun sem hafi nýlega komið á borð hennar þar sem fram kemur að rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafi fengið beiðni um kynferðislega mynd af sér. „Ætlum að gera okkur þann óleik að mennta ekki börnin okkar og fræða þau um til dæmis áhrif kláms?“ segir Árelía sem bendir á að klámáhorf ungra drengja verði til þess að þeir geti síður tengst konum. „Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu áhrifin eru mikil.“ Árelía útskýrir að sex ára börnum sé ekki dembt beint ofan í sömu kynfræðslu og eldri nemendum. Miðað sé við þroska barnanna við kennsluna. „Það er svo auðvelt að taka svona bók og taka eitthvað eitt sem sjokkerar þig mest, og segja að þetta sé ekki hægt. En það er ekki þannig,“ segir hún og útskýrir að kennarar setji kennsluna upp eins og þeir telji best og meti þá aldur og þroska barnanna. Þó minnist Árelía á að vegna mikillar umræðu og tortryggni sumra í garð kynfræðslu í grunnskólum hafi kennarar farið að veigra sér við því að fjalla um umrædd málefni í kennslustofum.
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira