Kolbrún María sló met Helenu Sverris: Yngst til að skora 31 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 10:31 Kolbrún María Ármannsdóttir bauð upp á sögulega frammistöðu í sínum þriðja leik í Subway deild kvenna á ferlinum. Vísir/Hulda Margrét Stjörnustúlkan Kolbrún María Ármannsdóttir varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Kolbrún María er fædd í lok desember 2007 og á því nokkra mánuði í það að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Kolbrún María var fimmtán ára, níu mánaða og níu daga gömul í leiknum á laugardaginn. Hún hitti úr 11 af 21 skoti sínu (52%) þar af 5 af 9 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna (56%). Kolbrún setti líka niður öll fjögur vítin sín og var með 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta að auki. Helena á samt enn þá metið yfir að vera yngst til að skora þrjátíu stig í efstu deild. Helena skoraði fyrst 30 stig í einum leik á móti Keflavík í mars 2003. Helena var þá aðeins fjórtán ára, ellefu mánaða og nítján daga. Haukakonur féllu það vor og Helena spilaði því ekki í efstu deild aftur fyrr en tímabilið 2004 til 2005. Hún var aftur á móti með 37,6 stig að meðaltali í leik í B-deildinni veturinn 2003-04 og enn fremur fjórfalda tvennu að meðaltali í leik (13,3 fráköst + 11,6 stoðsendingar + 10,2 stolnir). Þetta var aðeins þriðji leikur Kolbrúnar í efstu deild en skoraði 11 stig í fyrsta leiknum á móti Þór og 12 stig í öðrum leikjum á móti Keflavíl. Kolbrún hefur hækkað stigaskor sitt og framlag í hverjum leik það sem af er tímabilsins. Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995 Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Kolbrún María er fædd í lok desember 2007 og á því nokkra mánuði í það að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Kolbrún María var fimmtán ára, níu mánaða og níu daga gömul í leiknum á laugardaginn. Hún hitti úr 11 af 21 skoti sínu (52%) þar af 5 af 9 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna (56%). Kolbrún setti líka niður öll fjögur vítin sín og var með 7 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta að auki. Helena á samt enn þá metið yfir að vera yngst til að skora þrjátíu stig í efstu deild. Helena skoraði fyrst 30 stig í einum leik á móti Keflavík í mars 2003. Helena var þá aðeins fjórtán ára, ellefu mánaða og nítján daga. Haukakonur féllu það vor og Helena spilaði því ekki í efstu deild aftur fyrr en tímabilið 2004 til 2005. Hún var aftur á móti með 37,6 stig að meðaltali í leik í B-deildinni veturinn 2003-04 og enn fremur fjórfalda tvennu að meðaltali í leik (13,3 fráköst + 11,6 stoðsendingar + 10,2 stolnir). Þetta var aðeins þriðji leikur Kolbrúnar í efstu deild en skoraði 11 stig í fyrsta leiknum á móti Þór og 12 stig í öðrum leikjum á móti Keflavíl. Kolbrún hefur hækkað stigaskor sitt og framlag í hverjum leik það sem af er tímabilsins. Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995
Yngst til að skora 31 stig eða meira í efstu deild kvenna: 15 ára - 9 mánaða - 9 daga Kolbrún María Ármannsdóttir, 31 stig fyrir Stjörnuna á móti Fjölni 2023 16 ára - 8 mánaða - 4 daga Helena Sverrisdóttir, 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2004 16 ára - 9 mánaða - 26 daga Helena Sverrisdóttir, 39 stig fyrir Hauka á móti ÍS 2005 16 ára - 10 mánaða Helena Sverrisdóttir, 32 stig fyrir Hauka á móti Keflavík 2005 17 ára - 1 mánaða - 11 daga Inga Dóra Magnúsdóttir, 34 stig fyrir Tindastól á móti ÍR 1994 17 ára - 2 mánaða - 12 daga María Ben Erlingsdóttir, 33 stig fyrir Keflavík á móti Breiðabliki 2006 17 ára - 2 mánaða - 17 daga Erla Reynisdóttir, 34 stig fyrir Keflavík á móti ÍS 1995
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira